Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 9

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 9
SKAPANDI KONUR K I vPAND „Tökum næst fyrir skapandi konur í VERU“ sagði ein ritnefndarkvenna. „Svo skrifar þú stuttan inngang um hvað það er að vera skapandi..." sagði samstarfskona mín og leit á mig. Ég horfði í forundran á hana. Ég þekki enga sem er jafn skapandi og hún. Hun syngur, teiknar, málar, dansar, bakar, eldar og saumar. Það flaug um huga minn hvort hún væri ef til vill að gera gys að mér. Það er nefnilega algerlega laust við að ég sé skapandi. Mér varð það ljóst þegar í barnaskóla að ég yrði að leggja eitthvað annað fyrir mig en sköpun. Mér datt aldrei neitt í hug í teiknitímunum, valdi aldrei frjáls ritgerðarefni og klúðraði m.a.s. frjálsum hreyfingum á leikfimisprófinu. Handavinnuferill minn var auk þess þakinn tárum. Einu sinni lenti stúlkan sem vann hjá pabba - og var að burðast við að hjálpa mér að prjóna eitthvert leiðinda skyldustykki - í þvi að leita að prjónadótinu mínu úti í ruslatunnu á meðan ég lá grenjandi uppi í rúmi hótandi því að hætta í handavinnu. Og ekki tók betra við í matreiðslunni, sítrónubúðingurinn límdi saman munninn á kennslukonunni og kappinn datt í súpuna. „En ég hef ekki snefil af listrænum hæfileikum og er fyrir löngu búin að sætta mig við þá staðreynd að ég er ekki skapandi." Nú upphófust fjörugar umræður um hvað væri að vera skapandi. Flestar hugsuðu líkt og ég um listræna sköpun en nokkrum fannst það allt of þröngt. Skilgreiningar llugu um salinn og niðurstaðan er: Skapandi kona fer ekki hefðbundnar leiðir heldur skapar sitt eigið líf. Konur eru skapandi á ýmsan hátt. Konur fylla listaskóla og námskeið og þær leitast við á íjölbreyttan hátt að koma list sinni á framfæri. Þær spila, syngja, dansa, mála, hanna bæði fatnað, mannvirki og önnur listaverk. Konur reka söfn, galleri og skóla og eru í meirihluta njótenda listar og menningar. Þær stunda fræðistörf, skrifa bækur og gefa út tímarit. Konur eru virkar í félagsmálum, íþróttum og stjórnmálum. Sifellt fleiri konur stofna fyrirtæki. Þær reka kaffihús, matsölustaði, gistihús, auglýsinga- stofur, blómabúðir, fata- og sælgætisverslanir svo fátt eitt sé nefnt. Ég verð að viðurkenna að ég velti |)ví töluvert fyrir mér hvort ég væri skapandi eða ekki. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu því að það var alltaf eitthvað sem truflaði mig í miðjum klíðum, dyrabjallan, síminn eða pósturinn. Hvernig er hægt að vera skapandi ef maður fær aldrei næði til að skapa? Kannski á ég bara erfitt með að einbeita mér? Fell ég of auðveldlega fýrir tímaþjófum? Hvernig getur fóik verið skapandi eftir að sinna vinnu sinni og daglegum heimilisverkum? Hvernig komast konur með börn yflr þetta allt? Hefur gamla kempan Virgina Woolf enn rétt fyrir sér með að forsendan fyrir þvi að geta skrifað sé að hafa sérherbergi og peninga? Allir leita hamingjunnar á einn eða annan hátt. Sifellt fleiri konur fara óhefðbundnar leiðir í vali á ævistarfi og í leit að lífsfyllingu. Veitum þeim brautargengi og styðjum þær til góðra verka. RV. 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.