Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 14
SKAPANDI KONUR
og barnsmorð). Pétur hittir þá
grænklæddu og gengur með henni
í björg, til Dofra, á vald hinna illu
aíla í sjálfum sér, þar sem honum
býðst kóngsdóttirin og ríkið allt.
Draumur hans um að verða
kóngur, keisari, getur nú ræst en
til þess að svo megi verða verður
hann að yfirgefa mannheima -
mennskuna - fyrir fullt og allt. En
þegar til kemur er hann ekki til-
búinn að láta Dofrann skera úr
sér annað augað og skekkja sér
endanlega sýn. Hann hefur með
öðrum orðum ekki alveg tapað
sjálfum sér.“
Hér kemur Þórhildur með at-
hugasemd um að það sé merkilegt
að bera þetta saman við Óðinn
sem lagði auga sitt að veði fyrir
viskuna, vísindin.
„Mennska Péturs er enn til
staðar. Hann kallar á móður sína,
hið feminíska í sér, og bjargast við
það. En vegna þess hve rækilega
hann hefur látið rótleysið og
ístöðuleysið ná tökum á sér, er
„Beygurinn" nú hluti af lífi hans,
hræðslan við að tapa sjálfum sér
endanlega. En hann bjargast líka
undan „Beygnum" í bili með þvi
að kalla á Sólveigu, sem nú hefur
tekið við af móðurinni. Sú sem ól
Pétur og gaf honum eiginleikana
hefur nú afhent Pétur þeirri sem
geymir þá, Sólveigu, með því að
segja henni frá Pétri, kostum
hans og löstum. Þegar Sólveig
hefur sigrast á „Beygnum" getur
Sólveig birst honum aftur. Hann
opnar henni leiðina, tekst um
hríð að rækta kjarna sinn.
En fortíðin sækir að honum.
Sú grænklædda kemur aftur, nú
með óhugnanlegt afsprengi með
sér. Ferð hans á vit hins illa er
líkömnuð í því og sú grænklædda
segir með réttu: „Við (Sólveig)
eigum þig hálfan hvor.“ Það þýðir
að báðir eiginleikarnir eru til
staðar - hann getur ekki ræktað
það góða í sér nema viðurkenna
andstæðu þess, hið illa - ekki
orðið heill maður nema að viður-
kenna bæði kjarnann og hismið.
En hann getur ekki horfst í augu
við sjálfan sig og afleiðingar gjörða
sinna - hlýðir rödd „Beygsins“ og
beygir hjá. Svíkur bæði Sólveigu
og þá grænklæddu, þ.e. allt í
sjálfum sér. Persónuleikinn er
brotinn, hann flýr sjálfan sig
endanlega - fer út í heim - og
leiðin liggur ekki til baka heim, að
sjálfum sér, fyrr en í lokin þegar
ævin er næstum á enda runnin.
Sólveig er fulltrúi
þeirra eiginleika
sem Pétri eru
áskapaöir en
rœktar ekki. Hann
þorir ekki aö horfast
í augu við þessa
hliö sjálfs sín - hiö
feminíska? -
afneitar henni,
rœöst á hana og
leggur síöan á
flótta.
Þegar Pétur kemur á
œskuslóðirnar
uppgötvar hann sér
til skelfingar aö
hann er ekki til, þrátt
fyrir allt sem hann
hefur „afrekaö“. í
lífinu er hann ekki til
í huga eöa hjarta
neinnar manneskju.
Nú hefst „veraldarferð” Péturs.
Honum vegnar um hríð vel á
veraldarinnar vísu. Auðgast vel á
námugreftri, þrælasölu og vopna-
sölu. Sjarmerandi glæsimenni,
sem kjaftar sig í gegnum lífið,
tekur alls konar heljarstökk og
kemur lengi vel alltaf standandi
niður. En auðurinn er forgengi-
legur; leiðin liggur aftur niður á
við, endar líkt og áður á botninum
- nú á geðveikrahæli. Þar ríkir
„sjálfið“ eitt og ótruilað. Hver
hverfist um sjálfan sig og eigin
blekkingar og lífslygi. Ýkt mynd
hins sjálfhverfa, eigingjarna lífs
Péturs og þar er sjálfsmorð full-
ir hann í lífsháska, sem hlýtur að
skerpa sýn hans á líf sitt, þ.e.
hvernig hann hefur varið því
Efasemdir byrja að sækja á hann
og fyrsta afsprengi samvisku
hans - efasemda - birtist í líki far-
þega sem talar í gátum. Þegar
hann kemur á æskuslóðirnar er
allt á fallanda fæti - eins og Pétur
sjálfur - og hann uppgötvar sér til
skelfingar að hann er ekki til,
þrátt fyrir allt sem hann hefur
„afrekað" í lífinu er hann ekki til í
huga eða hjarta neinnar mann-
eskju sem hann hittir. í besta falli
er hann í munni þessa fólks eins
og hver önnur lygasaga.
komnun sjálfsins. Vitfirringarnir
fremja sjálfsmorð hver af öðrum.
Martröð ríkir á sviðinu. Pétur
íýllist örvæntingu og skelfingu og
missir meðvitund. í því ástandi
rætist lífsdraumur hans - hann
er krýndur til keisara - af geð-
sjúklingum!
Þegar þessum botni er náð
liggur leiðin aftur heim til Noregs
- upprunans - sjálfs sín - kjarn-
ans.
Leikritið er í raun þrískipt: Fyrst
æskuskeiðið og ílóttinn frá
sjálfum sér - Sólveigu - síðan
einskonar langt millispil, mið-
aldra maður, rótlaus, með brot-
inn persónuleika, tækifærissinni
án siðferðilegra viðmiðana og
gilda, og síðast leiðin heim, til
sjálfs sín - Sólveigar.
Á leiðinni heim til Noregs lend-
Sú hugsun þrengir meir og
meir að honum að hann hafi sóað
lífi sínu. Uppgjörið er byrjað. Til
að undirstrika mikilvægi leitar
Péturs að sjálfum sér kusum við
að láta hann riija upp eigin ævi.
Pétur Gautur yngri birtist á
sviðinu og nú er æskuskeiðið
fyrst leikið, Pétur Gautur eldri
riQar upp þetta skeið ævinnar,
fýrst sem áhorfandi, en smám
saman meiri þátttakandi eftir því
sem á líður. Hann verður heltek-
inn i leit sinn að „brotinu". Þekkir
það ekki við fyrstu sýn en sann-
leikurinn verður æ skýrari. Hann
flysjar laukinn, ber hýðin saman
við hin ýmsu skeið ævi sinnar og
uppgötvar að laukurinn er án
kjarna - grunar að svo sé um
hann sjálfan. Grunurinn um eigin
ófullkomleika opnar aftur leiðina
fýrir Sólveigu. Hún birtist á
14