Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 30

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 30
ÞINGMAL Ingibjörg Sólrún, Jóna Valgeröur og Kristín. Ljósmynd Anna FJóla Gísladóttir ÞINGKONUR Nú er komiö haust og stjórn- málaumrœöan aö fara aftur í gang. Kvennalistinn á þrjár nýjar konur inni á þingi; þœr Jónu Valgeröi Kristjánsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur. Veru langaöi til aö for- vitnast um hvernig starfiö legöist í þœr og hver yröu helstu baráttumál listans á komandi þingi. Viö hittumst á þingflokksskrifstofu Kvenna- listans aö Austurstrœti 14 og spuröum fyrst hvernig tilfinn- ing þaö vœri aö eiga sœti á Alþingi. Kristín: Það leggst bæði vel og illa í mig að fara á Alþingi. Ég óttast að það sé nánast eins og að ganga í björg að fara inn á þennan vinnustað og er hrædd um að einangrast frá heiminum utan dyra og ekki síður að detta út úr kvenna- fræðunum Þingstörfin hafa gersamlega gleypt tíma kvenna hingað til. Hins vegar kynnist maður nýjum heimi og fær vonandi tækifæri til að láta eitthvað gott af sér leiða og hafa áhrif á umhverfi sitt. Jóna Valgerður: Mér finnst mjög spennandi að byrja að vinna á þessum vinnustað. Starfinu fylgja ákveðin völd og við getum komið sjónarmiðum okkar á framfæri. Það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni og leysa þau. Það verða þó miklar breytingar á mínum högum, samfara störf- um á Alþingi og ég kvíði þvi svolítið. Ég þarf að flytjast bú- ferlum og eiginmaður og sonur verða heima. Ég verð í Reykja- vtk í vetur en fer svo í heim- sókn heim í Hnífsdal til þeirra. Ingibjörg Sólrún: Ég lít svo á að það séu ákveðin for- réttindi að fá að starfa á Al- þingi. Þarna fær maður tæki- færi til þess að sinna og setja sig inn í fjölmörg áhugaverð mál. En |)ingkonustarfið er mjög viðamikið, Kvennalistinn er lítill ílokkur og því þarf hver og ein okkar að hafa mörg og ólik mál á sinni könnu. Aðal- munurinn á Kvennalistanum og stóru flokkunum eins og Sjálfstæðisflokki eða Fram- sóknarflokki að þessu leyti er, að þeir hafa mikið fleiri þing- menn sem skipta með sér þeim málaflokkum sem eru til um- ræðu hverju sinni. Jóna Valgerður: Við reyn- um auðvitað að skipta með okkur verkum eftir áhugasviði hverrar og einnar, þannig að við erum ekki allar jafn vel inni i öllum málum. Samt er nauð- synlegt að fylgjast vel með og það er geysilegt pappírsflóð sem kemur inn um bréfa- lúguna og þarf að fara yfir. Kristín: Hér á landi tíðkast það ekki eins og víða erlendis, að þingmenn hafi aðstoðarfólk, þannig að við þurfum vissu- lega að fara yfir geysilega mikið lesefni. Þingmálaumræðan innan listans fer svo mest fram á þingflokksfundum, en á þeim sitja jDingkonurnar ásamt starfskonum listans og varaþingkonum. Fundirnireru svo auðvitað opnir öllum kon- um sem hafa áhuga á að kynna sér þingmál. Ingibjörg Sólrún: Við vitum hins vegar að það getur verið erfitt fyrir konur að koma á þingflokksfundi nema þær fylgist því betur með. Þarna er oft verið að ræða mál sem eiga sér langa forsögu í þingflokkn- um og kannski erl'itt að hoppa inn í j^au í miðjum klíðum. Þingkonurnar þurfa líka stundum að fá afgreiðslu á afmörkuðum og oft lítt spenn- andi málum inni á þingflokks- fundinum því það á að fara að taka ákvörðun um þau í nefnd. Ég get alveg ímyndað mér að það sé erfltt fyrir utanaðkomandi að mæta á þessa fundi. Kristín: Við leitum til kvenna sem hafa sérfræðiþekkingu á ákveðnum sviðum til að hjálpa okkur að skoða einstaka mál og taka ákvörðun. Konur sem sitja í nefndum á vegum list- ans eru til dæmis kallaðar til ef verið er að fjalla um mál sem tengjast starfi þeirra þar. Það er því stærri hópur en þing- flokkurinn sem kemur nálægt ákvarðanatökunni. Síðan eru mál auðvitað send til um- sagnar til framkvæmdanefnd- anna út um allt land, það eru haldnir símafundir og reynt að koma upplýsingum áleiðis í gegnum fréttabréf Kvenna- listans og Veru og svo reynum 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.