Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 23
SKAPANDI KONUR
Emil í nágrenninu þegar á þarf að
halda og ekki foreldrar mínir
heldur. Þeim finnst voðalega sárt
að ég fari, en á vissan hátt er þeim
það' þó léttir. Þau eru farin að
eldast og eiga erfitt með að hjálpa
mér með börnin og þeim finnst
óbærilegt að horfa upp á hægfara
dauða Óskars.
Þegar Anna segir þetta er
miðnætursólin sest. Hinar björtu
nætur norðursins eru að byrja að
dökkna. Við erum komnar heim
til mín þar sem hún gistir. Við
sitjum uppi lengi nætur, drekkum
te og tölum. Anna hefur verið virk
í félagsstarfi fatlaðra og hún hefur
horft upp á ófáar íjölskyldur
sundrast vegna fötlunar barna.
Það er eins og feðurnir verði fyrr
rafmagnslausir í andstreyminu.
Anna segir mér sögu af einum
föður.
- Fyrst eftir að hann fékk að
vita að sonur hans væri veikur var
hann stöðugt að hringja í okkur
hina foreldra barna með vöðva-
rýrnun í héraðinu. Hann var mjög
spenntur og æstur og var greini-
lega búinn að fá sér vel neðan í
því. Hann var í góðum efnum og
hafði látið byggja sundlaug í
kjallaranum, því að hann sá að
stráknum leið betur ef hann fékk
að busla í heitu vatni. Hann
hvatti okkur eindregið til að gera
slíkt hið sama og hélt þvi jafnvel
fram að annað væri beinlínis
misþyrming á börnunum. En guð
minn góður, ílestir aðstandendur
þessara barna eru einstæðar
mæður og hann var að hringja í
okkur og koma inn samviskubiti
hjá okkur. En síðan sætti hann
sig við örlögin og róaðist og er
núna stoð okkar og stytta í félags-
starfinu.
Þó að Önnu finnist erfitt að
vera með tvö fötluð börn, er það
ekki síður erfitt að þurfa að leggja
þungar byrðar á herðar heilbrigða
barnsins í fjölskyldunni.
- En systkini veikra barna
verða oft mjög þroskaðir og já-
kvæðir einstaklingar og það finnst
mér Tómas vera, segir Anna.
Hann hefur mjög djúpstæðan
skilning á lííinu af níu ára barni
að vera. Það hefur enginn sagt við
þá bræður að Óskar, sem nú er
fjórtán ára, eigi skammt eftir
ólifað, en þeir skynja það samt.
Áður fyrr hafði hann mikil
framtíðarplön eins og önnur börn,
en nú eru þeir báðir hættir að tala
um framtíð Óskars. í staðinn
einbeita þeir sér að framtið
Tómasar og þykir mjög gaman að
skipuleggja hana. Og ég hef
einhvern veginn sætt mig við að líf
Óskars verði stutt. Stutt líf er jafn
dýrmætt og langt líf. Hann er
ánægður með sitt líf og hefur
tekist að njóta þess hingað til. Það
er það sem gefur lífi mínu gildi.
BÁ
FYRIRTÆKI REKIN AF KONUM:
Hef flutt nuddstofu mína Sælgætis- & Xvonfekt iillV
d 4. hœö (noröurturni)
í Borgarkringlunni. búðin H Ww
Laugavegi 12 A - sírni 91-10777 00 1 J
Boðið er uppá hiö þekkta Hlaðvarpanum - Vesturgötu 3
ilm- og sogœöanudd, í Konfektbúðinni færðu Sími 91-21500
auk alhliöanudds. sætindi af fínustu gerð.
Opið þriðjudagskvöld kl. 20-22
Einnig „Trim-Form" til aö Súkkulaði, brjóstsykur, og fimmtudaga 14-16.
koma þér í gott form. lakkrís, konfekt, marsípan,
HEILSUSTUDIO MARÍU karamellur og íleira.
Hafrún María Zsoldos Einnig fást íslenskir leirmunir L, þ ('- J 1
Snyrtifrœöingur og nuddari eftir Aldísi ívarsdóttur.
23