Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 20
SKAPANDI KONUR Orkubúið Anna ...EÐA SONNSAGA ÚR HVERSDAGSLÍFINU Hver er munurinn á lifandi tré og dauöu? Hann er meöal annars sá aö dauða tréö brotnar í óveðri, en hiö lifandi bognar en réttir úr sér þegar lœgir. Til er fólk sem alltaf réttir úr sér eftir ofviöri lífsins. Til aö mceta meinlegum örlögum þarf þrótt, hugrekki - og sköpunargáfu. Hún Anna er ein þeirra sem alltaf réttir úr sér. Mig langar til aö segja ykkur sögu hennar. Anna er eins og lítið orkubú sem sér nánasta umhverfi sínu fyrir varma og orku. Hún er málgefin og talar af mikilli innlifun. í kvöld er fríkvöld hennar frá fjölskyld- unni og við hittumst á matsölu- stað. Við höfum ekki hist lengi og förum að rifja upp gömul kynni. - Ég man þegar ég hitti þig fyrst, þá hélt ég að þú værir viðhaldið hans Emils, segir Anna og kemur mér gersamlega í opna skjöldu. Aldrei hafði mig grunað að hún hafi haldið það. Ég hitti Emil, manninn henn- ar, á sölumarkaði í smábæ í Norður - Svíþjóð, þar sem við vorum bæði að selja vörur okkar. Hann seldi rafmagnsofna á næsta bás við mig og við tókum tal saman. Hann sagði mér að hann væri yfirkennari í bænum og konan hans kenndi teikningu. Hann vildi endilega að ég hitti hana af því að við hefðum svipuð áhugamál, svo ég þáði kvöld- verðarboð. Á leiðinni heim til þeirra sagði hann mér að þau ættu fötluð börn. Ég dáðist mjög aö þessari fjölskyldu. Þvílíkur þróttur, þvílík samhygð, þvílíkt æðruleysi! Óskar, elsti sonurinn, var þá ellefu ára og var um það bil að verða bundinn við hjólastól. Hann þjáðist af vöðvarýrnunar- sjúkdómi og var ekki hugað lengra líf en um tuttugu ár. Þennan dag hafði hann verið að keppa í víðavangshlaupi. Anna, þessi lágvaxna kona, hafði ýtt honum á undan sér í hjóla- stólnum yíir torfærur í skóginum á meðan Emil seldi ofna á mark- aði. Það er sjálfsagt nauðsynlegt fyrir þau að drýgja tekjurnar til þess að geta gert húsið hjóla- stólfært, hugsaði ég. Emil eldaði matinn og Anna sagði mér frá örlögum fjölskyldunnar: - Þegar Óskar var sex ára og okkur hafði ekki tekist að eignast fleiri börn ákváðum við að ættleiða barn frá Sri Lanka, sagði Anna. Þá vissum við ekkert um sjúkdóminn. Okkur fannst Óskar bara vera klaufskur, hann var alltaf dettandi og gat ekki lært að hjóla. Það má kannske segja að það hafi verið okkar happ að eignast ekki ileiri börn, því að miklar líkur eru á að þau hefðu haft sama sjúkdóm. En við fórum til Sri Lanka að sækja Tómas og tókum Óskar með. Þaðan eru okkar ljúfustu minningar. Viltu sjá myndir þaðan? Hér er Óskar á ströndinni. Og þetta eru mamma og amma hans Tómasar með hann nýfæddan. Við höldum ennþá sambandi við fjölskyldu hans. Tómas hefur alltaf vitað um uppruna sinn og er stoltur af honum. Þegar við vorum nýkomin heim með reifabarnið var Óskar greindur með þennan vöðva- rýrnunarsjúkdóm. Heimur okkar féll saman. En smám saman öðluðumst við aftur lífsþróttinn og reyndum að sætta okkur við örlögin. Ég gerðist virk í sam- tökum fatlaðra, en Emil mætti örlögunum með því að bæta stöðugt við sig vinnu. Okkur langaði til að eignast fleiri börn og þar sem við höfðum góða reynslu af að ættleiða, ákváðum við að sækja annað barn til Sri Lanka. Eva er litli sólargeislinn okkar. Hún er alltaf svo glöð og ákveðin í að njóta lífsins. En það var mikið áfall að fá staðfestan grun okkar um að hún væri heyrnarlaus. Hún var ársgömul þá. Það hefði óneitanlega verið þægilegra að eignast heilbrigt barn, sér- staklega þegar maður á eitt fatlað fyrir. 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.