Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 4
(Efnisyfirlit ) Sjálfsmynd unglingsstúlkna 6 Forsíðumyndin er af Guðrúnu Bjarnadóttur og nemendum í Lýðskólanum Hvað er það sem gerist á kynþroskaskeiðinu og kvennafræðingar hafa kallað „nafnlausa vandamálið”? Af hverju hætta stelpur að vera frjálslegar og ákveðnar og verða feimnar og hlédrægar? Um það fjallar þema þessa blaðs. Sagt er frá bók eftir bandarískan sál- fræðing, frásögn stúlku sem fékk lotugræðgi, sagt frá rannsóknum Guðnýjar Guðbjörns- dóttir á þróun sjálfsmyndar, rætt við 15 ára stelpu og Vilborgu G. Guðnadóttur sem hefur unnið með unglingahópi á vegum ÍTR. Konur og atvinnuleysi 16 Rætt við Jórunni Sörensen, sem stýrir átaksverkefninu Gangskör, og Önnu K. Halldórs- dóttur í Vinnuklúbbnum um málefni atvinnulausra kvenna í Reykjavík. Einnig frásögn konu sem tók þátt í starfi Vinnuklúbbsins. Gangskör er nýjasta framlag Reykjavíkurborgar til lausnar vanda atvinnulausra kvenna. Það er ætlað konum á aldrinum 40 til 60 ára og stendur í sex mánuði. http://www.klám 2 0 Jóna Fanney Friðriksdóttir skrifar um barnaklám á Internetinu. Hún byggir grein sína m.a. á úttekt þýska femínistatímaritsins Emmu. Barnaklám á Netinu er ógnvekjandi staðreynd sem réttlætt er með skoðanafrelsi. Hvað eru gróðurhúsalofttegundir? 2 1 Umhverfismál eru ofarlega í huga þeirra sem hugsa um framtíð mannkynsins hér á jörðu. Vera hefur fengið dr. Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðing til að skrifa pistla um umhverfismál. 1/2 og heilir skrokkar 2 4 k A, Mikið hefur verið skrifað um ofurkonuna undanfarið og öll hlutverkin sem hún þarf að sinna. Hér er frásögn Gunnhildar Hrólfsdóttur af glímunni við unglingana og heimilis- störfin. Höfum verk að vinna 2 6 Viðtal við Guðnýju Guðbjörnsdóttur þingkonu Kvennalistans um hana sjálfa, póli- tíkina og framtíðina. / A Stungið í augu 3 2 Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um þann sjálfstæða menningarkima sem kalla má| líkamsmeiðingar. Stungur, gatanir, tattúveringar og ýkt andlitsmálning eru vinsæl meðal ungs fólks. Um konur og geðveiki 3 6 Þhyllis Chesler skrifaði bók árið 1972 þar sem hún heldur því fram að hið hefð-l bundna kvenhlutverk og bág staða kvenna innan samfélagsins gæti haft áhrif á^-p;—t—-—p—,, ...----—s. geðrænt heilbrigði. Dr. Annadís G. Rúdólfsdóttir segir hér frá grein sem Cheslerv u y u gorns o lr ) skrifaði í tímaritið Ms þar sem hún metur þann árangur sem bók hennar hefur haft. Er eðlilegt að öskra? 3 8 Kristín Jóna Þorsteinsdóttir (Stína bongó) veltir þeirri spurningu fyrir sér og ræðir við Þórkötlu Aðalsteins- dóttur sálfræðing. Frumkvöðullinn Merilene 4 0 ( Merilene Murphy ) Birgitta Jónsdóttir ræðir við Merilene Murphy, hressilega blökkukonu í New York, sem vinnur með unglingum sem áður tilheyrðu götugengjum og er stofnandi alþjóðlegu samtakanna Telepoetics en félag- ar þeirra gefa skáldgáfunni lausan taum á Internetinu. Sheryl Crow 4 8 Andrea Jónsdóttir hefur tekið að sér að skrifa um dægurtónlist í Veru.C Sheryl í fyrsta pistlinum fjallar hún um bandaríska tónlistarkonu sem hefur notið mikilla vin- sælda undanfarið. vera tímarit um konur og kvenfrelsi 1/98 - 17. árg. Austurstræti 16, 101 Reykjavík s: 552 2188 og 552 6310 fax: 552 7560 Vera@centrum.is útgefandi Samtök um kvennalista ritnefnd Agla Sigríöur Björnsdóttir, Annadís G. Rúdólfsdóttir, Ásdís Olsen, Jóna Fanney Friöriksdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Sigrún Erla Egilsdóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Svala Jónsdóttir, Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgöarkona Elísabet Þorgeirsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Matthildur Björg Sigurgeirsdóttir Ijósmyndir Bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen sími 533 1850 fax 533 1855 filmuvinna Offsetþjónustan hf. prentun Grafík bókband Flatey plastpökkun Vinnuheimiliö Bjarkarás ©VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda og eru ekki endilega stefna útgefenda. 4 v2»a j

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.