Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 43

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 43
Oraunveruiegar kvenfyrirmyndir Það er engin nýlunda að konur séu kvaldar með tískunni. Konur fyrr á öldum í Kína voru með reyrða fætur allt frá unga aldri því það þótti einstaklega kvenlegt að vera með pena og litla fætur. Þessar konur, fórn- arlömb tískunnar, áttu mjög erfitt með gang og aðrar gátu hreinlega ekki gengið. Á Viktoríutímabilinu voru það svo maga- beltin sem réðu ríkjum í tísku kvenna í Evr- ópu. Magabelti þessi þrýstu svo á bæði mjaðmir og rifbein að konur þessa tíma voru mjög andstuttar og áttu í miklum erf- iðleikum að fæða börn vegna þess hve mik- ið magabeltið hafði þrýst á mjaðmagrind- ina. En svona var tískan og konan átti að falla inn í tískuna, óháð því hvort það skaðaði hana á einhvern hátt. En hvers vegna falla konur sem lifa í upplýsingaþjóðfélagi og vita um raunir þessara kvenna í sömu gryfj- una? Hefur sagan ekki kennt okkur neitt? Svo virðist ekki vera. í dag eru það að vísu ekki magabelti eða reyrðir fætur sem hrjá konuna heldur allar auglýsingarnar með óraunverulegum kvenfyrirmyndum. Auglýsingar byggja upp sjálfsmynd kvenna í dag. En hvernig ímynd hefur ver- ið búin til af konunni? Hún er eftirfarandi: konan á að vera há, mjög grönn og alveg óskaplega falleg (við þekkjum hana allar - hún heitir Barbie). Þetta er sú ímynd sem æ fleiri konur miða sig við. En þessar auglýs- ingar eru í raun æxli á sál kvenna. Þær byggja á afbrýðisemi og láta konuna fá þá tilfinningu að hún sé ekki nógu góð, nema hún kaupi þá vöru sem auglýst er. Og þar með falla konur í sömu gryfju og kynsystur okkar til forna gerðu. Af hverju er okkur aldrei sýnd hin raunverulega kona í auglýs- ingum? Konan sem er með mjaðmir, brjóst og læri að kaupa inn eftir erfiðan vinnu- dag. Hins vegar er aragrúi af auglýsingum þar sem unga fegurðardísin er stífmáluð í baði. Konur geta leitt þessar auglýsingar hjá sér, en í gönguferð niður Laugaveginn vandast málið, þá þarf að leiða tískudjöful- inn frá sér. I flestum búðargluggum eru uppstrílaðar gínur, sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Hlutföll gínunnar koma hins vegar verulega á óvart. Mitti þeirra eru eins og viðkomandi gína hafi verið reyrð allt frá barnæsku og neðstu rifbein fjar- lægð. Mjaðmirnar (ef þær eru þá til stað- ar) benda til þess að gínan sé ekki búin að ná kynþroska, þó svo að um kvenfatabúð- ir sé að ræða en ekki barnafataverslanir. Þó að konur viti að þetta er ekki rétta myndin af konunni, falla fleiri og fleiri konur í megrunargryfjuna. Eru í endalaus- um megrunum til að ná kjörþyngdinni frægu. Fimm kílóin sem veita hina full- komnu ánægju. Allt of fáar konur eru ánægðar með útlit sitt, sem er kannski ekki skrítið þegar þrýstingurinn í samfélaginu er eins og raun ber vitni. Það eru ekki auglýsingarnar sem segja: „Heyrðu elskan, þú mættir nú alveg við að missa svona 6-7 kíló,” heldur er það fólkið í kringum konuna, vinir, foreldrar og ættingjar, sem stuðla að enn meiri óánægju konunnar með líkama sinn. Er ekki löngu kominn tími til að konur hunsi tískuna og losni þarmeð und- an aldalangri kúgun? Tískan á ekki að rnóta vöxt konunnar, það er algerlega verk hennar sjálfrar. Ingunn Vilhjálmsdóttir ÞETTA ERU SLYS... ...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST AFV* v€ra 43

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.