Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 26

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 26
Það var freistandi að ræða sérstaklega við Guðnýju um mótun sjálfsmyndar unglings- stúlkna, sem er þema þessa blaðs, því sem uppeidissálarfræðingur hefur hún rannsak- að það efni. Árið 1992 gerði hún rannsókn á þróun sjálfsmyndar 18 ára ungmenna í Reykjavík, m.a. með tilliti til þess hvaða áhrif breytt staða konunnar í þjóðfélaginu hefur haft á nýja kynslóð. Sú athugun er hluti af stærri rannsókn hennar á menntun og kynferði, þar sem einnig er tekin fyrir greining á skólabókum og námsskrám í kvennafræðilegu ljósi, athugun á konum og stjórnun menntastofnana og mat á jafnrétt- isstarfi í skólum. En víkjum fyrst að upp- runa Guðnýjar og þróun hennar eigin sjálfsmyndar. „Ég er fædd í Reykjavík 1949 en ólst upp í Keflavík. Foreldrar mínir, Guðbjörn Guð- Höfum enn verk að vinna Viðtal við Guðnýju Guðbjörnsdóttur Sögulegar breytingar áttu sér stað á þingflokki Kvennalistans fyrir áramót þegar Kristín Ástgeirsdóttir þingkona sagði sig úr Samtökum um kvennalista og jafn- framt úr þingflokknum. Það átti sér stað í kjölfar ákvörðunar landsfundar um að taka þátt í viðræðum um sameiginlega málefnaskrá með A-flokkunum og fleiri hópum fyrir næstu Alþingiskosningar. Guðný Guðbjörnsdóttir, önnur þingkvenn- anna sem eftir eru í þingflokknum, var fylgjandi ákvörðun landsfundarins og hefur einnig tekið þátt í samstarfi kvenna í félagshyggjuflokkunum sem héldu glæsileg- an fund á Hótel Borg í nóvember. Elísabet Þorgeirsdóttir ræddi við Guðnýju um stjórnmálin, hugmyndafræðina og hana sjálfa. mundsson og Rósa Guðnadóttir, fluttu þangað þegar ég var 1 árs. Pabbi bjó áður í Hafnarfirði, en var ættaður frá Snæfells- nesi, og mamma var frá Stokkseyri. Föður- afi minn var skipstjóri í Hafnarfirði en drukknaði þegar pabbi var 15 ára, elstur sex systkina. Þá varð amma ekkja, 39 ára gömul og hún giftist ekki aftur. Pabbi varð því snemma hálfgerð fyrirvinna yngri systkina sinna. Hann lauk Flensborgar- skóla, lærði síðan rafvirkjun og starfaði Iengst af sem rafverktaki í Keflavík. Amma mín, Guðrún Ásbjörnsdóttir, var mjög hlý en metnaðarfull kona sem lést fyrir tveimur árum, á 101. aldursári. Þegar ég var 6 ára flutti hún til Keflavíkur og varð ráðskona hjá sparisjóðsstjóranum. Hún setti markið hátt fyrir mína hönd í námi, vildi að ég fengi 10 í öllu. Það var oftast mitt fyrsta verk að sýna ömmu einkunnirnar mínar og ég þurfti ekkert að skammast mín fyrir þær. Amma hafði reyndar áhyggjur af því að ég sæti ekki nóg við handavinnu á kvöldin, en ég lét það ekkert á mig fá. Ég var á kafi í skátastarfi, keppti í handbolta og sundi, var í dansskóla í ein 10 ár, gætti þriggja yngri bræðra minna eftir þörfum og tók þátt í félagslífi unglinga af fullum krafti. Bítlabærinn Keflavík var upp á sitt besta, þar voru haldin stórkostleg unglingaböll reglulega og ég naut þess að dansa og skemmta mér með félögum mínum,” segir Guðný þegar hún er beðin að lýsa því hvernig hún hefði mótast og byggt upp sjálfstraust sitt. Hún telur að félagsstarfið hafi haft þroskandi og hvetjandi áhrif, t.d. var flokkurinn hennar valinn einn af bestu skátaflokkunum á Iandsmóti 1962 og handboltaliðið hennar varð íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 1963. Við ræðum þetta sérstaklega vegna þess að þegar Guðný kom fram í þættinum á Elleftu stundu í nóvember þótti sumum hún setja sig á háan hest gagnvart foreldr- um sínum þegar hún talaði um menntun þeirra. „Ég var spurð hver munurinn væri á bernskuheimili mínu og mínu eigin heim- ili og sagði þá að auk breyttra tíma væri ákveðinn munur á afstöðu okkar til lífsins þar sem við hjónin værum bæði hámennt- uð en foreldrar mínir hefðu ekki verið það. Auðvitað var fjarri mér að gera lítið úr for- eldrum mínum. Ég bar mikla virðingu fyrir þeim og samband okkar var alla tíð mjög náið en þau létust með tveggja mánaða millibili á síðasta ári. Það sem ég var að undirstrika með þessu var að gildismat fólks breytist oft eftir menntun þess. Við hjónin erum bæði langskólagengin og það hefur vafalaust haft áhrif á lífssýn okkar og uppeldið á börnum okkar. Þar með er ég alls ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið minna virði en við, fjarri því. Kannski var móðuramma mín og nafna Sigurbjörg frá Stokkseyri, sem ég dvaldi hjá reglulega á sumrin, stórfenglegasta alþýðuhetjan sem ég kynntist í bernsku. Ég heiti Guðný Sigurbjörg í höfuðið á ömmu og afa á Stokkseyri.” Pólitísk afstaða mótuð Þrátt fyrir hvatningu ömmu sinnar þótti Guðnýju ekki sjálfsagt að fara í framhalds- nám þegar hún var stelpa. Það þótti hálf- hallærislegt að stelpur væru gáfnaljós, þær áttu fyrst og fremst að vera skvísur og taka þátt í því spennandi lífi sem fylgdi Bítlaæð- inu og hinni vaxandi unglingamenningu þess tíma. Hún vann í frystihúsi eða í kaup- félaginu á sumrin meðan hún var í gagn- fræðaskóla og á tímabili taldi hún að Versl- unarskólinn gæti verið leið, til að losna við að velja landspróf og menntaskóla. En þeg- ar til kom valdi Guðný landspróf og hélt síðan áfram. Af fjögurra vinkvennahópi fóru tvær í menntaskóla. „Algengast var að Keflvíkingar færu í MA eða ML og ég og vinkona mín, Sigríður Harðardóttir, völd- um Laugarvatn því þannig gátum við hald- ið betra sambandi við fjölskylduna og vini okkar í Keflavík,” segir hún. Guðný fór í stærðfræðideild og þar voru aðeins fjórar stelpur. Ein þeirra var Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvenna- 26 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.