Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 28
i 1990 var Kvennalistakonum boöið til Minnesota að kynna Kvennalistann. Rósa Signý, dóttir Guðnýjar, ásamt Laufeyju Jakobsdóttur. \ ráðstefnu á vegum öryggis- og samvinnu stofnunarinnar, ÖSE. Guðný kynnir Betty Friedan þegar hún var hér á landi. ( danshópi á Laugarvatni ásamt Krist- ínu Einarsdóttur og með mömmu sinni, Rósu Guðnadóttur. leiðin til að gera fólk vinstrisinnað sé að senda það til Bandaríkjanna, á sama hátt og Sovétríkin gerðu menn hægrisinnaða. „Þetta passaði ágætlega við mína reynslu,” segir Guðný. Bara lesbíur í kvennahreyfingunni? „I Vassar var starfandi kvennahreyfing, Women’s Liberation Movement, og mig langaði að kynnast henni. En þegar ég lét þann áhuga í ljós við vinkonur mínar var mér sagt að þarna væru bara lesbíur og ef ég væri ekki þannig skyldi ég ekki skipta mér af þessari hreyfingu. Eg lét þetta aftra mér en dauðsá auðvitað eftir því síðar. I staðinn kynnti ég mér alls kyns bækur um kvennabaráttu en mikið var gefið út af spennandi bókum á þessum árum, m.a. las ég þekkta bók eftir Mary McCarthy sem fjallar um lífið í Vassar og heitir The Group eða Klíkan í íslenskri þýðingu og bók Betty Friedan The Feminine Mystique frá 1963, en hún byggði rannsókn sína á „nafnlausa vandamálinu” að hluta til á Vassar stúlkum.” Að loknu BA prófi í Bandaríkjunum kom Guðný heim og fór að vinna á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, í sálfræðideild skóla. Haustið 1972 héldu þau Gísli til mastersnáms við Manchesterháskóla í Englandi, Guðný í sálarfræði og Gísli í mannfræði. Þar dvöldu þau í tvö ár og þeg- ar heim kom fór Guðný aftur að vinna við sálfræðideildir skóla og kenndi jafnframt við Fósturskólann og Kennaraháskólann. Þau Gísli giftu sig með pomp og prakt hér heima sumarið 1973. „Haustið 1975 var örlagaríkt í lífi mínu. Ég man vel hvernig mér leið á kvennafrí- daginn, 24. október 1975. Ég var nýbúin að fá lektorsstöðu í uppeldisfræðum við Háskóla Islands en um svipað leyti kom í ljós að ég átti von á barni. Stemningin á Lækjartorgi efldi mig í þeirri ákvörðun að Iáta það takast að samhæfa hlutverk mín sem háskólakennara, eiginkonu og móð- ur,” segir Guðný og við það stóð hún eftir að sonur hennar, Páll Óskar, fæddist. Hún var aðeins 26 ára þegar hún fékk starfið og yngsti lektor við Háskólann. Félagsvísindadeild Háskóla Islands var stofnuð 1976 og tók Guðný þátt í að móta hana. Hún hafði mikinn áhuga á að byggja upp nám í uppeldis- og kennslufræðum, ekki síst vegna þeirrar breyttu stöðu að konur voru í auknum mæli að fara út á vinnumarkaðinn og uppeldishlutverk skól- anna því að aukast. I vinnu sinni við sál- fræðideild skóla hafði henni fundist að alltaf væri verið að setja plástra á meinin og því gæti betri uppeldismenntun kennara orðið til góðs. Árið 1979 hóf hún doktors- nám við háskólann í Leeds í Fnglandi með starfi sínu í Háskólanum og varði doktors- ritgerð sína í uppeldis- og menntunarfræði árið 1987. „Það voru komnar fram auknar kröfur um að kennarar við H.í. hefðu doktorspróf og framgangskerfið hvatti til þess. Á þessu tímabili dvaldi ég tvisvar sinnum úti í hálft ár en fór annars út tvisvar á ári til að fá handleiðslu og flytja erindi. Doktorsverk- efnið byggði á langtímarannsókn á vitræn- um þroska 7 til 15 ára barna og hvernig hann tengist kynferði, námsárangri og samskiptum foreldra og barna. Á þessum tíma eignaðist ég annað barn en dóttir mín, Rósa Signý, fæddist vorið 1983 um það leyti sem Kvennalistinn náði fyrst kjöri til Alþingis. Ég fékk skeyti á fæðingardeildina frá Kvennalistanum þar sem mér var óskað til hamingju með litlu Kvennalistakon- una.” Kvennaframboð var rétta leiðin Eins og fram hefur komið gerði Guðný upp pólitíska afstöðu sína í Bandaríkjunum og skömmu eftir að hún kom heim gekk hún í Alþýðubandalagið og sat í barnaverndar- nefnd Reykjavíkur fyrir flokkinn frá 1978 til 1982. „Ég var alltaf óánægð með Al- þýðubandalagið og þegar kom að stofnun Kvennaframboðsins fyrir borgarstjórnar- kosningar 1982 var ég aldrei vafa. Ég var með í Kvennaframboðinu frá stofnfundi. Áhugasvið mitt í pólitík var mjög skýrt. Það snerist um það hvernig hægt væri að breyta þjóðfélaginu með tilliti til þess að konur væru orðnar útivinnandi. I fram- haldi af því komu spurningar um hvernig hægt væri að stuðla að jafnrétti kvenna og karla á vinnumarkaði, hækka laun kvenna til samræmis við Iaun karla og hvernig hægt væri að bæta uppeldi barna við þess- ar aðstæður, en til þess þurfti betri skóla og betri leikskóla. Svona einfalt var þetta í mínum huga en mér fannst algjörlega vanta afl sem tæki á þessu. I Alþýðubandalaginu komust engir að aðrir en verkalýðsfor- kólfar svo mér fannst Kvennaframboðið og seinna Kvennalistinn vera aflið sem gæti tekið á þessum málum og hugmyndum í pólitík.” Guðný var á lista Kvennaframboðsins og síðar Kvennalistans frá upphafi. En kvennabarátta hennar fór ekki síður fram innan Háskólans og rannsóknir hennar þróuðust í takt við aukna vitund hennar um kvenréttindi og kvennafræði. „Ég var virk í kvennaumræðunni í Háskólanum og vann ásamt öðrum að því að Kvennarann- sóknastofan var stofnuð árið 1990. Ég var í stjórn Rannsóknastofunnar frá 1990- 1996 og formaður nefndar sem vann að því að koma á námi í kvennafræðum við Há- skólann en fyrst var boðið upp á slíkt nám haustið 1996. Háskólinn er mikið karla- veldi og mér finnst brýn þörf á að breyta stjórn hans. I Háskólaráði sitja nær ein- göngu deildarforsetar og til þess að fá það embætti þarf maður að vera prófessor en aðeins 7% prófessora eru konur. Bráðlega verða sett ný lög um Háskólann og þá er mikilvægt að tryggja jafnrétti kynjanna betur, ekki síst í æðstu stjórn hans. Árang- ur jafnréttisumræðunnar hefur skilað sér, því nýlega var stofnuð fastanefnd urn jafn- réttismál innan skólans. Fyrir síðustu rekt- orskosningar var það eitt af baráttumálum Aþenu, félags kvenkennara við skólann, og Páll Skúlason var einn þeirra rektorsfram- bjóðenda sem lýstu sig því fylgjandi.” Skynsamlegast að reyna samstarf Þó að kvennabarátta Guðnýjar hafi eink- um átt sér stað í Háskólanum, tók hún vax- andi þátt í störfum Kvennalistans, sat í nefndum á vegum borgarinnar og settist nokkrum sinnum á þing sem varamaður á árunum 1991 til 1995. Þegar kom að kosn- ingum 1995 tók hún þá ákvörðun að snúa sér að pólitíkinni og þegar hún var kjörin á þing fékk hún fjögurra ára leyfi frá Háskól- anum. „Stjórnmálin voru farin að taka sí- fellt meiri tíma og orðið erfitt að samræma þau fræðistörfunum. Ég var valin í annað sæti listans á eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, sem þá hafði verið á þingi í eitt kjörtímabil. Kvennalistinn náði aðeins 5% fylgi og fékk þrjár konur á þing, sem var töluvert fylgis- tap. Við byrjuðum strax að velta fyrir okk- ur skýringum á þessu og Kristín Ástgeirs- dóttir skrifaði grein í Veru þar sem hún seg- ir að með þátttöku í Reykjavíkurlistanum vorið 1994 hafi Kvennalistinn staðsett sig meira til vinstri og það skýri útkomuna að 28 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.