Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 8
Sjálfsmynd unglingsstúlkna Frásögn stúlku sem lenti í þeim ömurlega vítahring að finnast hún vera feit þrátt fyrir að engum öðrum fyndist það. Sjálfsmyndin var í mol- um og afleiðingin varð lotugræðgi, þunglyndi og að lokum sjálfsmorðs- tilraun. Hún er nú á góðum batavegi. Ég er 21 árs gömul, fædd í Reykjavík og alin upp þar að mestu leyti. Ég hef átt við lotugræðgi að stríða undanfarin ár og hef ákveðið að segja sögu mína til þess að aðr- ir sem glíma við þetta vandamál öðlist von um hægt sé að rjúfa þann vítahring. Ég minnist þess allt frá 12 ára aldri að hafa fundist ég vera feit, en ég fékk þau skilaboð frá umhverfinu eins og aðrir að það væri ofsalega flott að vera mjór. Það var talað um hvað ég væri falleg, hvað ég væri þæg og góð, og ég geri mér grein fyrir því í dag að engum öðrum fannst ég vera feit. Ég varð fljótlega þeirrar skoðunar að öll vandamál hyrfu og ég yrði hamingjusöm ef ég yrði grönn. Þegar ég var 15 ára sagði vinkona mín mér frá frábærri hugmynd sem hún hafði heyrt um - hvernig hægt væri að borða án þess að fitna. Málið var bara að stigna fingri ofan í kok eftir máltíð og losa sig við allt ógeðið. Þá opnaðist fyr- ir mér ný vídd. Ég var svo ánægð með þetta. Nú gætu allir fitukomplexarnir ver- ið úr sögunni. Alit annarrra á mér hefur alltaf skipt mig of miklu máli og vegna ör- yggisleysis og minnimáttarkenndar féll ég fyrir þessu. Ég reyndi að kasta upp nokkrum sinnum og komst að því að þetta var bæði erfitt og óþægilegt, en með þrjóskunni og voninni um að verða grönn fór þetta að ganga bet- ur og varð fljótlega sjálfsagt mál, þegar mér fannst ég hafa borðað of mikið. Ástandið hélst óbreytt í Iangan tíma og þetta var alls ekkert vandamál, en með tímanum fór ég að misnota þetta. Ég fór að borða eins og mig lysti og hugsaði með mér að ég myndi bara losa mig við matinn, og fyrr en varði stundaði ég þetta eftir hverja máltíð. Ómeðvitað var ég farin að nota mat sem meðal við hinum ýmsu sálarkvillum, t.d. samviskubiti yfir að stunda ekki skólann nógu vel. Ég sat kannski heima og vissi að ég þyrfti að læra en kom mér ekki að verki og ákvað því að fá mér að borða - enga smá máltíð - og ældi svo öllu saman. Það gerði það að verkum að ég varð enn slapp- ari, fór ekki að læra og fékk enn meira samviskubit. Hellti mér því í aðra máltíð og svo koll af kolli. Áður en ég vissi af var ég föst í vítahringnum og búin að missa 1 1. í tileí o p n ii n ar n i siii'íi'Kiaisroo, rínar líimr ln|our mi I 11|rir liopa, lijón, < lilri l>ori|ara oi| oi ij il<• |»ii opnnn.ii aó Arimil.i >0. Viá Ieggjum áherslu á persónulegt og aíslappaá umlivcríi þar sem fiægt er aé njóta f>ess að rækta líkama og sál. Viá bjóáum upp á íjölbreyttar adferdir til beil eíobundinnar leikfi be suræktar, auk og Iíkamsræktar. Kínversk leikfimi |?ar sem bfandad er saman fornri og nýrri aáferd. Hún einkennist af afslöppudum og mjúkum brcyfingum og befur góá ábrif á midtaugakerfi, blódrás, öndun og meltingu. Hatba Yoga eru líkamsæfingar þar sem Iögd cr ábersla á bægar og rólegar æfingar þar sem öndun og breyfing fer saman. Þctta eru styrkjanJi og liékandi æfingar og er endad á góari slökun fyrir líkama og sál. Einnig bjóáum vid upp á sjúkra og vödvanudd scm losar streitu úr vöávum, cykur blóárás og befur slakandi ábrif. Einnig cr bodid upp á ýmis afbrigái af nuddi. Svo getur verið gott að enda góðar æfingar í beita pottinum eða gufubaðinu. 1 N -H -R L 1 N U H e i I s u I i n d fyrir k o n u r o g k a r I a ■R Móðir stúlkunnar sem lýsir reynslu sinni hér að ofan segir að þessi ár hafi einnig verið mjög erfið fyrir sig og fjölskylduna. Ekki síst vegna þess að samfélagsleg hjálp er af skornum skammti. Viðtöl við sálfræðinga eru afar dýr og sá kostnaður fæst hvergi niðurgreiddur í kerfinu. Þegar þörf er á langtíma aðstoð verður kostnaður því oft óviðráðanlegur venjulegu launafólki. Tryggingarnar niður- greiða hins vegar viðtöl við geðlækna, en þeir vísa iðulega á sterk lyf sem eru ekki alltaf rétta lausnin. Hún telur fulla þörf á að hérlendis verði stofnsett meðferðardeild fyrir fólk með átröskun og segir að slíkar stofnanir séu til er- lendis. Innritun er hafin. Upplýsingar í síma 588 9717

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.