Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 40

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 40
V Viðtal v ið frumkvöðulinn Merilene Murphy eftir Birgittu Jónsdóttur Fyrstu samskipti mín við Merilene Murphy voru fyrir tveimur árum þegar hún bauð mér að taka að mér að stjórna íslensku Telepoetics útibúi. Strax mátti finna á bréfunum hennar að þarna fór mikill eldhugi og kjarnorku- kona. Eftir því sem bréfin urðu fleiri þótti mér meir og meir vænt um hana, svona eins og stóru systur og líka allt sem hún stóð fyrir. Merilene hefur komið víða við á ferli sínum sem skáld og snert jaðar þess sem blómstrar undir yfirborði samfélagsins á margan máta. Af mörgu er að taka en þar ber ef til vill hæst vinna hennar með unglingum sem eru nýsloppnir úr „gengjum” og hefur hennar starf miðast að því að beina þeim inn á skapandi brautir. Einnig hefur hún verið mjög virk innan samfélagsins og unnið mikið með konum úr fátæktarhverfum LA. í gegnum Samtökin Telepoetics hefur Merilene meðal annars gefið út safnbók sem inniheldur verk eftir konur sem bjuggu á áfangaheimili fyrir alkóhólista og fíkla þar sem hún hélt ljóðanámskeið. Hún setti einnig af stað Teen-Telepoetics, þar sem unglingum er gert kleift að vinna í um- hverfi tækni og Ijóða. Merilene hlaut verð- laun frá Turning Point Magazine’s Living History Maker Award in Arts &C Entertain- ment árið 1995. Ég var svo Iánsöm að hitta hana á hinum árlega fundi stjórnenda Telepoetics sem var haldinn í Boulder í Bandaríkjunum síðast- liðið sumar. Það var ógleymanleg reynsla, hún er svo hispurslaus og mikil manneskja. Hún er engri lík og hefur unnið stórvirki í að virkja skáld á alheimsvísu síðastliðin sjö ár með Telepoetics sem er vettvangur allra sem hafa áhuga á að vinna með öðrum skáldum, videó listamönnum og tækni- fólki. Meðlimir Telepoetics koma frá öll- um heimshornum og eru eins fjölbreyttir í sinni listsköpun og útibúin eru mörg. Upp- áhaldsboðskapur Merilene er án efa: „Frið- ur með öllum tiltækum ráðum”, sem er slagorð Telepoetics. Birgitta: Það hefur ekki farið fram hjá mér, né nein- um öðrum sem hafa fylgst með þér, að þú hefur verið afar virk í samfélagslegu starfi, unnið mikið með unglingum og fyrrverandi gengja félögum. Segðu mér aðeins frá þessu starfi. Hvað fær þig til að vilja vinna með ungu fólki sem flestir innan samfélagins eru búnir að gefast upp á? Merilene: „Ég býst við að það sé vegna þess að ég er listamaður og kennari. Mér er eðlislægt að njóta þess að vinna með fólki. Á síðasta ári vann ég í sex vikur með 25 nemendum í Compton í Kaliforníu sem höfðu aldrei skrifað ljóð eða unnið vefvinnu áður. Þess- ir 14-15 ára unglingar veigruðu sér ekkert við að demba sér beint í að búa til ljóðavef á mjög skömmum tíma en hann nefnist Centennial High School Poetic Odyssey og slóðin er: http://www.geocities.com/- Athens/Olympus/6739/home.htm. Það myndi gleðja krakkana mikið ef fólk frá ís- iandi myndi kíkja á vefinn og skrifa smá kveðju í gestabókina þeirra. Ætli ástæðurnar fyrir því að ég vinn það sem ég vinn, þ.e. kenni ljóðlist, gef Internet ráðgjöf, held gjörninga og stýri Telepoetics, sé vegna þess að ég verð. Það er mjög spennandi að hafa fundið röddina sína, að geta hjálpað öðrum að finna sína og það sem er frábærast af öllu er að hafa mögu- leikann á að nota tæki eins og Internetið til að deila með öðrum þeim hljómum sem koma frá okkar innri og ytri veröld.” Birgitta: Er það raunhæfur möguleiki að sköpunar- gleði geti leitt þessa krakka í aðra heima en heima ofbeldis og einangrunar? Merilene: „Það er svo sannarlega möguleiki. Þegar ég kenni Ijóðlist, þá geri ég ekkert annað en að hjálpa viðkomandi persónu að finna sína eigin innri rödd og að endurtengja hana við meðvitaðan hugsunarferil. Ferill- inn að finna hinn sanna mátt orða byrjar á því að láta persónuna segja það sem hún þarf að segja, hvernig svo sem hún kýs að segja það. í Odyssey verkefninu, sem var bara sex vikna námskeið, bauðst einn nem- endanna til að ganga í táknmálsþróunar nefndina (Sign Language Committee) og búa til táknmál við alþjóðlega kveðju sem er eftirfarandi: „Ég býð þér frið / Ég býð þér vináttu / Ég býð þér kærleika / Ég sé 40 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.