Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 29

Vera - 01.02.1998, Blaðsíða 29
hluta. Margir voru ósáttir við þessa skýr- ingu og bentu á að fylgistapið mætti einnig skýra með því að Ingibjörg Sólrún var ekki lengur í kjöri til þings. En fylgistapið kom fram í öllum kjördæmum og því ljóst að skýringanna var að leita víðar, hefði líklega eitthvað með hugmyndafræði og málstað sérframboða að gera. Aðrir flokkar höfðu tekið upp baráttumál okkar, t.d. fyrir bætt- um skólunt og leikskólum, jafnréttismálin voru komin á dagskrá, fleiri konur í kjöri og hugmyndafræðin lagði auknar áherslur á margbreytileika kvenna sem var óhjá- kvæmilegt í ljósi þróunar í kvennafræðum og gagnrýni á svokallaða eðlishyggju. Jafn- framt fór áhersla á þátttöku karla í jafn- réttisbaráttunni að vaxa,” segir Guðný og bætir við að þrátt fyrir hægfara, jákvæða þróun í hinum flokkunum megi einnig greina bakslag og þar gangi jafnréttisbar- áttan mjög hægt. Kynbundinn launamunur sé enn mjög rnikill og völd kvenna allt of lítil. „A landsfundi Kvennalistans á Nesjavöll- um 1995 var fylgistapið rætt og hugmynd- um um breytingar á samtökunum varpað Ég varð satt að segja mjög hissa að Kristín Ástgeirsdóttir skyldi segja sig úr þingflokknum miðað við orð hennar fyrir landsfundinn. fram. Einn möguleikinn var að taka inn karla, annar að skerpa enn frekar kvennapólitískar áherslur, sá þriðji að fara í framboð með öðrum og loks hreinlega að leggja Kvennalistann niður. Þessir mögu- leikar voru allir inni í myndinni og síðan hafa tilvistarspurningar verið ofarlega í huga okkar. Sá kostur að reyna til þrautar samstarf við félagshyggjuflokkana hefur verið að gerjast undanfarin tvö til þrjú ár og smátt og smátt varð sú hugmynd ofan á. A samráðsfundi Kvennalistans í haust náð- ist ekki samstaða um að Kvennalistinn sem samtök létu reyna á slíkt samstarf, þó að meirihlutinn væri því samþykkur. Niður- staðan varð að stofna hóp Kvennalista- kvenna sem fór í viðræður við hina flokk- ana, án þess að skuldbinda samtökin sem slík. Eg vonaði að á landsfundinum á Ulfljóts- vatni í nóvember sl. yrði okkur veitt tíma- bundið umboð fyrir samtökin í heild og síðan yrði árangur af viðræðunum metinn. Við fundum strax fyrir fundinn að mála- miðlun næðist líklega ekki. Útbúin var til- laga þess efnis að Kvennalistinn samþykkti að fara í viðræður um málefnagrundvöll þar sem áhersla yrði lögð á að koma jafn- rettis- og kvenfrelsismálum að, en loka- ákvörðun yrði að sjálfsögðu í höndum landsfundar. Þegar tillagan var lögð fram stóðu þær upp sem voru henni fylgjandi, í stað undirskriftar, en það var mikill meiri- hluti fundarkvenna. Þannig var öllum ljóst að tillagan hafði mikið vægi og því væri at- kvæðagreiðsla óþörf, en yfirleitt er reynt að forðast að greiða atkvæði. Reyndin varð þó sú að Þórhildur Þorleifsdóttir og fleiri, sem ekki studdu tillöguna, báðu um at- kvæðagreiðslu og fór hún frarn með nafna- kalli þannig að konur gátu gert grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæði féllu þannig að 38i^ samþykktu tillöguna, 16 voru á sex sátu hjá.” Sot^g^H Harmar úrsagnir Niðurstaða landsfundarins olli sterkum viðbrögðum og segist Guðný harma að í kjölfarið hafi um tuttugu konur sagt sig úr Kvennalistanum. „Úrsagnirnar voru ótíma- bærar þar sem tillagan kvað aðeins á um viðræður sem ekki er vitað hvernig munu fara. Eg varð satt að segja rnjög hissa að Kristín Ástgeirsdóttir skyldi segja sig úr þingflokknum miðað við orð hennar fyrir landsfundinn. En þessu verður ekki breytt og eftir á hefur starfið orðið auðveldara þar sem markmiðið er ljóst, amk. fram að sveitastjórnarkosningum. Hér í Reykjavík hefur náðst upp góður starfsandi eftir landsfundinn og nýjar konur gengið til liðs við hreyfinguna.” Þó að ekki sé vitað á þessari stundu hvort samkomulag muni nást á milli flokkanna segist Guðný binda miklar vonir við að það muni takast. Samkvæmt tillögu landsfund- ar halda sex konur utan um viðræðurnar, þrjár úr Reykjavík og þrjár úr öðrum öng- um. Viðræður um sameiginlegan málefna- grundvöll eru nú í gangi og er stefnt að því að þeim verði að mestu lokið í apríllok. „Það er ekki rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Kvennalistinn hafi með þessari samþykkt skilgreint sig meira til vinstri,” segir hún. „Við störfum í þinginu eftir stefnuskrá Kvennalistans og byggjum á henni í viðræðunum. Þar leggjum við kven- frelsis- og jafnréttismálin til grundvallar og viljurn að samþættingarhugmyndafræðin verði notuð í því skyni. Það er í samræmi við það sem er að gerast í Evrópu og á Norðurlöndum og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að hafa samþættingu að leiðarljósi. Það þýðir í raun að jafnréttis- málin verða ntiðlæg og sýnileg í öllum málaflokkum. Mér finnst nauðsynlegt að þessari vinnu miði vel áfram svo flokkarn- ir hafi svigrúm til að taka ákvarðanir um framboðsmál sín, strax að loknum sveita- stjórnarkosningum. Alþýðubandalagið hef- ur talað um að halda auka landsfund í sumar til að ræða málefnagrundvöllinn og síðan á eftir að ræða framboðsmálin. Það fer eftir framvindu mála hvort Kvennalist- inn þarf að halda auka landsfund. Eg lít á það sem einstakt tækifæri í ís- lenskum stjórnmálum ef þessi stjórnmála- samtök sem kenna sig við kvenfrelsi, jöfn- uð og félagshyggju næðu að stilla saman krafta sína og mynda kraftmikið afl með 30 til 50% fylgi. Sveitarstjórnarkosning- arnar í vor munu hafa ntikil áhrif á þetta ferli og verða því óvenjulega spennandi. Víða um land eru A-flokkarnir og Kvenna- listinn í samstarfi og úrslitin í Reykjavíkur- borg munu að sjálfsögðu skipta mjög „Ég lít á það sem einstakt tækifæri í íslenskum stjórnmálum ef stjórnmálasamtök sem kenna sig við kvenfrelsi, jöfnuð og félagshyggju næðu að stilla saman krafta sína.” miklu. I könnun sem Jafnréttisráð lét gera, kom í ljós að þar sem Kvennalistakonur hafa tekið þátt í stjórnun sveitarfélaga hef- ur jafnréttismálum verið sinnt betur en annars staðar. Það er því til mikils að vinna fyrir kvenfrelsisbaráttuna að þessi samein- uðu framboð fái góðan hljómgrunn.” Væri gaman að komast í ríkisstjórn Guðný segir að margt spennandi hafi verið að gerast í jafnréttismálunum á þingi. „Við Kvennalistakonur höfum lagt fram rnörg ný frumvörp og tillögur og hefur ekki stað- ið á að fá meðflutningsmenn úr A-flokkun- um. Þar má nefna fyrsta eiginlega santþætt- ingarfrumvarpið, þar sem skyldað verður að greina hvaða áhrif stjórnarfrumvörp og tillögur hafa á stöðu kynjanna, eins og nú er skylt að gera um kostnað. Þá skal nefna þingsályktunartillögu urn fræðslu um jafn- réttismál fyrir æðstu ráðamenn ríkisins. Þetta var reynt í Svíþjóð eftir kosningarnar 1994, þegar Ingvar Carlsson samþykkti að fara sjálfur á slíkt námskeið svo og öll rík- isstjórn hans og æðstu embættismenn. Það var liður í viðbrögðum Verkamannaflokks- ins við því að skoðanakannanir í Svíþjóð bentu til að kvennalisti stuðningssokka fengi yfir 30% fylgi, byði hann fram. Þá vil ég nefna frumvarp og tillögu um bann við og aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni, og síðast en ekki síst fæðingarorlofsfrumvarp- ið, sem samið var að ósk landsfundar Kvennalistans, þar sem gert er ráð fyrir 12 mánaða fæðingarorlofi á fullum launum sem mæður og feður geta skipt með sér og fá bæði sjálfstæðan rétt til. Oll þessi mál Kvennalistans eru studd af þingmonnum stjórnarandstöðuflokkanna, sem bendir til að sameiginlegt framboð myndi styðja þau. Núverandi ríkisstjórn setur jafnréttismál- in ekki í forgang því pólitískur vilji er ekki til staðar. Það var lýsandi dæmi um and- varaleysi núverandi ríkisstjórnar að forsæt- isráðherra yrði að viðurkenna, þegar hann svaraði fyrirspurn minni um framkvæmd jafnréttislaga, að nær allir ráðherrar í báð- um ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar hefðu brotið jafnréttislögin með því að sinna ekki þeirri skyldu að minna á 12. grein jafnrétt- islaganna þegar þeir biðja um tilnefningar í ráð og nefndir á vegunt ríkisins. Til að bæta v^ra 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.