Vera - 01.06.1998, Side 22

Vera - 01.06.1998, Side 22
ind íánar OD 'QJ ru ■Ci c: *£> Oj e Einn af vidburdum listahátídar í vor var heimsúkn Maya indíánakvennanna Xunká López Días ug Refujia Gúzman Pérez ng Ijósmyndasýning beirra „Sópadu aldrei síddegis” í Gerdubergi. Myndirnar eru eftir 80 indíána í Chiapas héradinu í sud-austurhluta Mexíkó og sýna hversdagslegt líf þeirra. Stjórn- andi verkefnisins er Carlota Duarte, bandarísk nunna af Maya ætt- um, sem einnig kom á listahátíd med sýningu á myndum af Dd- ellu, bandahskri konu sem lífid hefur leikid grátt. Vid bádum Xunká og Refujia ad lýsa lífi sínu en samkvæmt myndunum á sýn- ingunni er líf frumbyggjanna all ólíkt því sem vid eigum ad venjast. lir úr bókinni Creencias Þær segjast mjög ánægðar með að hafa kynnst töfrum myndavélarinnar fyrir tilstilli Carlotu en Xunká og Refujia eru meðal sjö starfsmanna ljósmyndasafns frumbyggja í borginni San Cris- tóbal de Las Casas sem er höfuðborg Chiapas. Námskeiðin í ljósmyndun eru öllum opin og fá þátttakendur laun fyrir að taka myndir af lífi ættflokka sinna en þær eru varðveittar í safn- inu. Xunká er 26 ára og Refujia 24 ára. Þær eru ó- giftar og gerir það þeim mögulegt að stunda þessa vinnu en algengt er að stúlkur í þeirra samfélagi byrji ungar að eignast börn. Á nám- skeiðunum stendur fólki einnig til boða kennsla í lestri eða spænsku í tvo tíma á dag. Einnig er 22 vCra því kennt á ljósritunarvélar, fax o.fl. tæki sem það hefur aldrei séð áður. I Chiapas húa átta ættflokkar Maya indíána og tala hver sitt tungu- mál sem ekki skilst innbyrðis. Spænska er opin- bert mál Mexíkó en ekki er algengt að indíán- arnir kunni spænsku. I Chiapas á fólk ekki myndavélar en Xunká hafði séð slík tæki hjá ferðamönnum. Hún byrj- aði 10 ára gömul að selja varning á götum borg- arinnar sem hún og fjölskylda hennar búa til. Móðir hennar selur grænmeti á torginu og pabbi hennar er trésmiður. Þegar fjölskyldan tók mótmælendatrú var hún rekin úr samfélaginu í sveitinni og síðan hafa þau búið í San Cristóbal. Söfnuðurinn telur um 300 manns og á eigin kirkju. Þangað fer Xunká oft í viku. Refujia er af öðrum ættflokki, talar annað tungumál en Xunká og tilheyrir öðrum mót- mælendasöfnuði. Hún flutti til San Cristóbal þegar hún var 12 ára. „Bróður mínum var boð- ið í biblíuskóla á vegum þessa safnaðar og er nú prestur. Við mamma og bræður mínir gengum í söfnuðinn 1993 en pabbi vildi það ekki og býr hjá ættflokki okkar í sveitinni. Við hin búum saman, tveir bræður og eiginkonur þeirra, tveir ógiftir bræður og mamma,” segir Refujia. Sjálf er hún í kvöldskóla til að ljúka grunnnámi og dreymir um að fara í háskóla. Söfnuðinum hefði aldrei dottið í hug að bjóða henni í biblíu- skóla því konur gegna ekki prestsembætti þar

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.