Vera - 01.06.1998, Page 26

Vera - 01.06.1998, Page 26
Afrek kvenna í fjallamennsku eru ekki áberandi í fjölmiðl- um. Nýlega mátti þó heyra um ferð fjögurra íslenskra kvenna yfir Grænlandsjökul. Mig fýsti að vita meira um þessa fyrstu íslensku kvennaferð yfir jökulinn og mælti mér mót við leiðangursfarana á kaffihúsi í bænum. Þær heita: Anna María, María, Þórey og Dagný. All- ar eru þær þaulvanar fjalla- mennsku og hafa langan feril að baki á þvi sviði. Þrjár eru meðlimir í Björgunarsveitinni Ingólfi og ein í Hjálparsveit skáta. Þær eru sam- mála um að hugurinn hafi borið þær hálfa leið því að áhuginn á fjallamennsku sé drifkrafturinn. Að hafa áhuga á að vera úti, sofa í tjaldi og neita sér um nútímaþæg- indi eins og það að þvo sér um hár- ið í þrjár vikur. Það eru liðnar tæp- ar tvær vikur frá heimkomu en þær bera ennþá merki Grænlandsjökuls á sér. Aumir liðir, sprungnar varir og kinnar gefa til kynna að ferðin hafi fært þeim mikla lífsreynslu,- reynslu sem okkur hinum þykir öf- undsverð. 26 v£ra eftir Ragnhildi Helgadóttur

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.