Vera - 01.06.1998, Side 42

Vera - 01.06.1998, Side 42
Frum kvenna dlist aö var á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 að kvennasögusafn var stofnsett í Reykjavík. Stofnandinn var var fyrst beðin að segja nánar frá útgáfu bókarinnar. „Eitt af markmiðum Kvennasögusafnsins er að miðla þekk- ingu á sögu íslenskra kvennna, m.a. með því að gefa út heim- ilda- og fræðsluefni. Skömmu eftir að safnið fluttist í Þjóðar- [ Kvennasögusafnið stendur fyrir sýningu og dagskrá í ^Norræna húsinu í júlí og ágúst J frú Anna Sigurðardóttir en hún sinnti þessu að- aláhugamáli sínu, sögu íslenskra kvenna, mest- megnis heima hjá sér á Hjarðarhaganum. Þar var Kvennasögusafnið stofnað og starfrækt í rúm 20 ár. Eftir lát Qnnu var safninu komið fyr- ir í Þjóðarbókhlöðunni og hefur verið þar til húsa síðan haustiö 1998. Forstöðumaður safnsins er Erla Hulda Halldórsdótdr, sagn- fræðingur en hún er nú í barneignarleyfi og sinnir Guðrún Dís Jónatansdóttir starfinu í fjarveru hennar. Vera hafði spurnir af væntanlegri útgáfu bókar á vegum Kvennasögusafnsins. Safnið, ásamt Norræna húsinu, stendur líka að sýningu á verkum íslenskra kvenna sem hafa verið frumherjar á sviði myndlistar, höggmyndalistar og vefnaðar, og tengist sýningin útgáfu bókarinnar. Tíðindakona Veru fór á fund Guðrúnar í Þjóðarbókhlöðunni til að fræðast nánar um þetta. Guðrún bókhlöðuna var tekin sú ákvörðun að endurbæta rit Önnu Sigurðardóttur frá 1976 sem hún nefndi Artöl og álangar í sögu íslenskra kvenna, 1746 - 1975. Um var að ræð 17 blað- síðna hefti sem Anna útbjó og seldi gegn vægu verði. í maí 1997 var ég ráðin til þess að skrifa heimilda - og uppfletdrit sem byggði á verki og hugmynd Önnu. Erla Hulda Halldórs- dótdr forstöðumaður safnsins var mér til halds og trausts og skrifaði einnig texta og aflaði heimilda. 1 bókinni er fjallað um konur sem rutt hafa brautina á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins, í námi, starfi, listum og íþróttum. Þá er fjallað um samtök, félög, blöð og tímarit sem konur stofnuðu einkum í þeim tilgangi að efla samhug kvenna. Efnið er sett upp í tíma- röð þannig að sjá megi þróunina á hverju sviði fyrir sig. Hver færsla er stutt og greinir aðeins frá helstu atriðum án þess að mat sé lagt á efnið. Lesendur geta síðan aflað sér frekari upp- lýsinga nteð því að skoða þær heimildir sem vísað er í hverju sinni.”

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.