Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 3

Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 18. maí 1978 NEISTI Elín Njálsdóttir í fyrsta sæti A Skagaströnd listans á Efkonurnar meina það sem þær segja heima íeldhúsi „Ég hvatti þær náttúrulega til að koma og sagðl við þær að ef þær meintu eitthvað af því sem þær segja heima í eldhúsi, að þær vilji breyt- ingar og konur fái einhver á- hrif, þá skyldu þær fara og kjósa". Þetta oru orð Elínar Njáis- dóttur sem skipar fyrsta sætl A - listans við sveitarstjórn- arkosningarnar á Skaga- strönd í vor. Neisti hafði samband við Elínu til að forvitnast um hvernig henni litist á það að vera komin í fyrsta sætið á list- anum. Elín var að vonum á- nægð með það og sagði að það hefði ráðið úrslitum að konur fjölmenntu á kjörstað, nú væru þær búnar að fá nóg af því að það væru alltaf karlmenn sem stjórna öllu og finnst vera kominn tími til að konur láti til sín taka. Um baráttumál sagði hún, að í raun væru það öll hagsmunamál byggðalagsins. Loforð vildi hún eklci gefa en sagði að vinna bæri að hverju máli heilshugar eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Helztu áhugamál hennar eru atvinnu- málin á staðnum. Það væri nauðsynlegt að hafa næga og samfellda atvinnu. Þá er henni það áhugaefni að koma upp sundlaug fyrir Skagstrendinga. Elín er mikill kvenskörungur, hún vinnur sem póstmaður og hefur verið á hlaupum til Reykjavíkur annað veifið til að útvega sér menntun í sambandi við starfið, þar að auki er hún nýbúin að eignast sitt þriðja barn.' Ætti Skagstrandarbúum að vera óhætt að fela sín mál í hendur þessari dugnaðarkonu. Þess má geta að í sveitar- stjórninni á Skagaströnd hafa átt sæti 2 Sjálfstæðismenn, 1 Framsóknarmaður, 1 Alþýðu- flokksmaður og 1 frá Alþýðu- bandalaginu. Bernódus Olafs- son fulltrúi Alþýðuflokksins skipar nú 2. sæti A - listans. Störf hans í hreppsnefnd hafa einkennsi af ábyrgðartilfinn- ingu og ahuga á velferð sveit- arfélagsins. Er brýnt að starfs- kraftar hans nýtist áfram í mál- efnum Skagstrendinga. Sé miðað við þá gífurlega þátttöku sem varð i prófkjöri jafnaðar- manna á Skagaströnd eru góðar líkur á því að Alþýðuflokkur- inn bæli við sig einu sæti og fái tvo menn kjörna. Að því ber að stefna að þau Elín og Bernódus hljóti bæði kosningu. Þess má geta að Elín Njáls- dóttir er fyrsta konan sem vinnur fyrsta sæti á framboðs- lista í prófkjöri í íslenskri stjórnmálasögu. Viðtal við Guðna S. Óskarsson 1. Guðni S. Öskarsson, kennari 2. Björn Níelsson, bifvélavirki 3. Gunnar G. Gunnarsson, vörubílstj. Tíðamaður Neista átti leið um Hofsós fyrir skömmu og átti þá viðtal við Guðna Óskarsson kennara (sem einnig skipar 6. sæti á lista Alþýðuflokksins Alþingiskosningarnar). Hvernig er ástand í atvinnulífinu hjá ykkur? Atvinnuástand má teljast sæmilega gott. Það byggist að verulegu leiti á fiskvinnslu. Héðan eru gerðir út 4 — 5 minni bátar sem stunda mest netaveiðar og grásleppuveiði auk þess er unnin hér hluti þess afla sem togarar Otgerðarfélag Skagfirðinga landa. Sá afli er unnin í hraðfrystihúsinu en þar vinna um 30 manns. Verið er að vinna að stækkur hraðfrysti- hússins. Við það batnar öll starfsaðstaða til muna. Næst stærsta atvinnufyrir- tækið er Vélsmiðjan Stuðlaberg en þar vinna 10 — 15 manns. Það mun vera eina fyrirtækið Guðni S. Óskarsson Við síðustu Hreppsnefndar- kosningar á Hofsósi kom aðeins fram einn listi og varð því sjálf- kjörið í hreppsriefnd. Við kosn- ingarnar 28. maí n.k. er hins- vegar ljóst að framboðslistar verða 2, þ.e. listi fráfarandi hreppsnefndar og listi óháðra borgara. Þrjú efstu sætin listans skipa: ÞRÍR efstu menn A - listans á Skagaströnd 1. Elín Njálsdóttir 2. Bernódus Ólafsson 3. Gunnar Sigurðsson Um héraðsmál Austur- Húnavatnssýslu Sýslunefnd Austur-Húna- vatnssýslu er skipuð fulltrúum þeirra tíu sveitafélaga sem sýslufélagið mynda, einn frá hverju án tillits til mannfjölda. íbúafjöldi sýslunnar er tæplega 2.500, þar af búa um 600 í Höfðahreppi (Skagaströnd) en um 850 í Blönduóshreppi, þó þessir tveir kauptúnahreppar hafi um 58% íbúanna eru þeir aðeins með tvo fulltrúa af tíu í sýslunefndinni. Það bætir nokkuð þennan lýðræðisgalla að samstarfið innan nefndar- innar er yf irleitt gott. Enda mun Sýslunefnd Austur-Húnvatns- sýslu vera ein virkasta héraðs- stjórn í landinu, að mati þeirra sem víða þekkja til. Verkefni sýslunefnda eru hin sameiginlegu mál hreppanna sem er feikna fjölþætt og fara vaxandi. Samgöngumál á veg- um sýslunnar ~eru sérmál sveitahreppanna. Heilbrigðismál eru stór og fjölþættur málaflokkur í örri framþróum, sem þarf að mó.tast í fastara form, hvað skipulag snertir. Þar má nefna Héraðs- hæli Austur-Húnvetninga rekstur. þess og fyrirhugaðar breytingar og byggingar. Enn- fremur íbúðarbyggingar fyrir aldraða, en nú er verið að Björgvin Brynjólfsson byggja tíu íbúðir á Blönduósi og fjórar á Skagaströnd í þessu skyni á vegum sýslunnar. Hús þessi urðu fokheld á liðnu ári og undirbýr sýslunefndin nú stórátak til áframhaldandi framkvæmda á þessu ári. Þess- ar íbúðarbyggingar fyrir aldr- aða eru einu sjálfstæðu fram- kvæmdirnar sem sýslufélagið hefur staðsett hér á Skaga- strönd. Menningar- og fræðslumál eru einnig fjölþætt, og byggjast að hluta á samstarfi sýslu- nefndar við félög og áhugahópa um hin ýmsu verkefni. Kvennaskólinn á Blönduósi, sem verður 100 ára á næsta ári, þarf vegna breyttra viðhorfa til náms, kennslu og skólamála að endurskipuleggjast og gera aft- ur virkann sem skólastofnun. Eitt af verkefnum sýslu- nefndar er að beita áhrifum sínum til að móta félagslega og atvinnulega uppbyggingu í héraðinu, í samvinnu við sveit- arstjómir sýslunnar og stjórn- völd landsins. Blönduvirkjun er það veiga- mesta verkefni verklegra fram- kvæmda sem bíður úrlausnar í þessu héraði. Á undanförnum árum hefur sýslunefndin sent frá sér ályktanir um virkjun Blöndu, þar sem hvatt er ein- dregið tilþessara framkvæmda. Þar sem Blanda er utan hinna eldvirku svæða er rekstrar- öryggi hennar mun meira en ýmissa annarra virkjana sem áður hafa verið gerðar. Ekkert kauptún hér í kjördæminu er jafnmikið háð raforku sem Skagaströnd, þar sem ekki er vitað um virkjanlegan jarðhita hér á stóru svæði, en önnur kauptún og kaupstaðir í kjör- dæminu hafa komið sér upp hitaveitum. Það er full nauðsyn að herða sóknina fyrir Blöndu- virkjun og er þess að vænta að Skagstrendingar láti ekki sinn hlut eftir liggja. Björgvin Brynjólfsson sem hefur sérhæft sig í gerð hljóðkúta og framleiðir þá í flestar gerðir bifreiða. Þá hafa þeir smíðað og sett upp færi- bönd í sláturhús víða á landinu t.d. í Borganesi og Selfossi. Einnig stunda þeir aðra al- menna vélsmíði. Svo er hér ný- reist bifvélaverkstæði og starfa þar 5 menn. Þessi fyrirtæki auk saumastofu eru helstu vinnu- veitendur staðarins. Þess má geta að ein verslun er hér á staðnum sem Kaupfélag Skag- firðinga rekur. Fjölgar íbúum á Hofsós? Já, hér hefur verið nokkur fjölgun á síðustu árum og munar þar mest um að ungt fólk ílendíst en flytur ekki burt. Ástæðan er sú að atvinnuöryggi er nú m'eira en áður var. Hefur mikið verið byggt hér á síðustu árum? Já, mikið. Mest hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði bæði á vegum einstaklinga og hrepps- ins samkvæmt lögum um leiguíbúðir þar að auki hafa nýíega verið teknar í notkun kennaraíbúðir byggðar af ríki og hreppsfélagi.Áður er getið um stækkun hraðfrystihúss, nýreist bifreiðaverkstæði og svo ná nefna stækkun á geymslu- rými Stuðlabergs h/f. Hvað er að segja um félagslíf Hofsósinga? Hér er starfandi leikfélag sem í vetur hefur æft leikritið „Afbrýðssöm eiginkona" Sýn- M ingar eru orðnar þrjár og hafa verið vel sóttar og fyrirhugað er að sýna leikritið í nágranna- byggðum. Söngfélagið Harpa hefur starfað af krafti í vetur og haldið söngskemmtanir heima í héraði og auk þess farið í söng- ferðir til Siglufjarðar og inn í Eyjafjörð. Fyrirhuguð er svo söngferð til Grímseyjar um Jónsmessuna. Hér starfar einn- ig kvenfélag, ungmennafélag, bridgefélag, skákklúbbur og Lionklúbbur. Nokkuð að lokum? Já, í sambandi við félagslífið má geta þess að mjög góð að- staða skapaðist með tilkomu félagsheimilisins Höfðaborgar fyrir rúmum fjórum árum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.