Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 4

Neisti - 18.05.1978, Blaðsíða 4
NEISTI 7immtudagurinn 18. maí 1978 A- listinn þarf áöllu Framhald af 8. síðu verður þó að hafa í huga, að margar þeirra framkvæmda og framfaramála sem vilji okkar héfir staðið til að vinna að, er háður samþykki og hlutdeild ríkis- og fjárveitingavalds og sýnir reynslan að þar er oft litið öðrum augum á málið en við gerum. Hefur af þeim sökum mörgu miðað hægar eða verk- efnum verið sinnt í annarri röð en ýmsir e.t.v. telja æskilegt. Nú, hér má nefna einnig, að nú fyrir nokkrum dögum staðfesti bæjarstjórn samning við Menntamálaráðuneytið um stofnun framhaldsskóía á Sauðárkróki sem er mjög verk- ur áfangi. Geta má þess að fyrir atbeina skynsamra manna hef- ur nú máíefni nýbygginga fé- lagsheimilis losnað úr þeirri sjálfheldu sem það hefur verið í og hyllir undir að hægt verður að vinna að því máli á raun- hæfan hátt. Ýmislegt fleira má ao sjálfsögöu nefna af málum sem þokað hefir verið áleiðis en til þess er tæpast tími eða pláss. Hvað geturþú sagt um þróun og ástand á kjörtímabilinu? Nokkrum áhyggjum hefir valdið, að á þessu annars mikla framfara- og framkvæmda- tímabili hefir ekki verið ýkja- mikil framþróun á sviði at- vinnulífsins. Ný fyrirtæki hafa þó séð dagsins ljós — fyrirtæki sem fást við verkefni sem ekki hefir verið sinnt hér áður. Hins vegar standa sum grundvallar- fyrirtæki í bænum ekki nógu traustum fótum og nauðsyn- legum breytingum og endur- bótum á frystihúsunum hefir miðað hægt — og ekki hafa eigendur þeirra fengist til að ræða í neinni alvöru þann möguleika að reka frystihúsin og Útgerðarfélagið sem eitt fyrirtæki, en sem kunnugt er eru fjölmargir þeirrar skoðunar að þessum atvinnugreinum væri betur borgið með því fyr- irkomulagi. En hvernig líst þér á atvinnu- málin í framtíðinni? Það er ljóst, að ef vöxtur og viðgangur Sauðárkróks á að verða með svipuðum hraða eða meiri i framtíðinni, þarf eitt- hvað nýtt að koma til. Það er takmarkaður fjöldi nýrra at- vinnutækja sem verður t.d. í þjónustugreinum á sviði verk- stæðareksturs eða byggingar- iðnaði, auk þess sem ég tel að eðlilegt sé að slíkt dreifist að nokkru um héraðið. Flestum er kunnugt um þær athuganir sem bæjarstjórnin hefir gengist fyrir undir forystu bæjarstjórans, varðandi hugs- anlega steinefnaverksmiðju sem staðsett yrði á Sauðárkróki. Hér er um fyrirtæki að ræða sem hefir ekki minni grund- vallarþýðingu en frystihús í fullum rekstri og er ástæða til verulegrar bjartsýni og vel hugsanlegt að steinullaverk- smiðja verði risin hér innan fárra ára. Hér ber þó að fara að öllu með gát og mörgum spurningum er enn ósvarað, en öll vinna er í fullum gangi. En allir sem nálægt þessu hafa komið eru sammála um að Kröfluaðferðin skuli ekki við- höfð hér. Nú, hugmyndir eru uppi um nýtingu á heitu og köldu vatni, fiskirækt, hótel- rekstur í stórum stíl o.fl. þannig að ástæða er til að líta nokkuð björtum augum til framtíðar hvað þetta snerir. . Hvað umfjármal bœjarins? Opinberar skýrslur sýna að Norðurland vestra er mesta láglaunasvæði á landi hér. Og þó að Sauðárkrókur sé kannske ekki það tekjulagsta — og þá á ég við meðaltekjur íbúanna — þá eru tekjur fólks að jafnaði fremur lágar og endurspeglast það, að sjálfsögðu í þeim tekj- um sem bæjarsjóður hefir úr að spila. Glíman við fjármáhn hafa verið erfið. Boginn hefur verið hátt spenntur, svo sem að líkum lætur, þegar litið er til hinna miklu framkvæmda. Þá hefir gert erfitt fyrir hve opin- berir lánasjóðir hafa illa staðið við sinn hlut. Sem dæmi' má nefna varðandi 10 ára gatna- gerðaráætlunina, sem Byggðar- sjóður hafði vissa forgöngu um að gerð yrði samþykkti á árinu 1975. Sjóðurinn veitir fjár- magnsfyrirgreiðslu eftir vissum reglum til þessa verkefnis, en nú á dögunum var að berast fé vegna framkvæmdanna 1977, um 25 millj. króna, en átti eft- irreglum sjóðsins að greiðast út á framkvæmdaárinu. Margt fleira að þessu tagi mætti nefna. Þá ber að viðurkenna að við fjármálastjórn bæjarins hefir, þegar á heildina er litið, ekki verið gætt nægilegs aðhalds né húnn verið nógu markviss. Nú er auðséð, hvernig svo sem kosningaúrslitin verða að nokk- ur mánnaskrifti verða í bœjar- stjórninni og nýir menn koma þar til starfa. Vilt þú segja eitt- hvað um það? Þó að hinsvegar sé nokkuð ljóst, að í stað þeirra bæjarfull- trúa sem hverfa úr starfinu hefir ekki tekist að finna menn sem fylla sæti þeirra. Þeir tveir bæjarfulltrúar sem nú gefa ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Halldór Þ. Jónsson og Marteinn Friðriksson búa yfir mikilli þekkingu á sviði sveitarstjórn- armála og hafa hvað mesta reynslu núverandi bæjarful- trúa. Ég tel það mér til tekna að hafa átt þess kost að starfa með þeim, sérstaklega í bæjarráð- inu, þetta fjögurra ára tímabil, því að samstarf okkar hefur verið ágætt eins og fram er komið, og tel ég mig betur undir það búinn að fást við þessi verkefni áfram, því að ég tel mig talsvert hafa af þeim lært. Hvað svo um framtíðina og kosningahorfurnar? Við sem að A - listanum stöndum, munun birta íbúum bæjarins stefnuskrá okkar von bráðar og þar mun koma fram, að hverju yið viljum einkum vinna á næsta kjörtímabili. Ný-- kjörin bæjarstjórn mun að sjálf sögðu ráða ráðum sínum — og ekki þarf að óttast verkefna- skort. Með því að taka að mér að skipa 1. sæti á lista Alþýðu- flokksins, aftur, gef ég um leið kost á því, verði mér veittur til þess trúnaður, að vinna áíram að hinum ýmsu framfaramál- um. Ég teí mig mikið betur undir það búinn núna heldur en síðast, því að í sannleika sagt var ég nokkuð hikandi þá hvort mér tækist að standa undir þeirri ábyrgð sem ég þá tókst á hendur, en hvernig til hefir tekist er að sjálfsögðu annarra að dæma um. Hinsvegar kann að vera að sú ábyrgð sem Alþýðuflokkurinn tekur á sig að kosningum loknum fariTað verulegu leiti eftir því brautargengi sem kjósendur veita A - listanum þ. 28. maí. Vil ég að lokum beina því til þeirra sem meta störf Alþýðu- flokksins einhvers og hafa áhu- < ga á að áhrifa hans gæti áfram, að láta áróðurinn um að A - listanum þurfi ekki á atkvæð- um að halda, vegna þess að hann eigi öruggt að fá mann kjörinn, ekki hafa áhrif á sig. Ef við eigum að taka á okkur ábyrgð á næsta kjörtímabili þurfum við á öllu okkar að halda. FINNUR TORFI STEFÁNSSON; NÝ VÖKULÖG Það sem gerir mestan mun á daglegu lífi fólks hér á landi miðað við nágrannalönd, er án efa hinn langi vinnutími sem hér tíðkast. Á Norður- löndum telst það til undan- tekninga ef unnið er lengur en 40 stunda vinnuviku. Hér- lendis er það undantekning, ef svo stutt vinnuvika er unn- in. Þess eru mörg dæmi að menn vinni 80 stundir'á viku á íslandi og 60 stundir teljast mjög venjulegar. Orsök félagslegs doða. Stundom má lesa það í blöð- um að félagsleg og menningar- leg deyfð sé í landinu. Fólk sé hætt að nenna að fara á fundi eða taka þátt í stjórnmálastarfi. Aðsókn að menningarviðburð- um sé dauf. Fólk er meira að segja hætt að heimsækja kunn- ingja sína á kvöldin. Það situr heima og fer ekki út fyrir hús- dyr. Sumir hafa skýrt þetta með tilvísun til sérkenna í skapferli Islendinga. Aðrir telja sjón- varpinu um að kenna. önnur skýring er þó mun nærtækari, hinn langi vinnutími. Fólk sem er lokað inni á vinnustað 60-80 stundir á viku hefur ekki mik- inn tíma aflögu til annars en að sofa og sinna brýnustu nauð- þurftum. Raunverulega eru menningarneysla og þátttaka í félagsmálum og stjórnmálalífi forréttindi þeirra, sem vinna frá kl. 9-5. Sá hópur er lítill á Islandi. Finnur T. Stefánsson Efnahagslega óhagkvæmt Víða erlendis hafa verið gerðar á því kannanir hver sé hin hagkvæmasta vinnutíma- lengd með tilliti til afkasta. Niðurstöður hafa yfirleitt verið á þá lund að _skynsamlegt há- mark daglegrar vinnu séuum 8 stundir, og er" þá miðað við venjulega líkamíega vinnu. Sé unnið lengur kemur það fram í lélegri afköstum, sem verða æ verri eftir því sem lengur er unnið. Sé til lengri tíma litið, geta afköst verkamanns, sem vinnur t.d. 70 tíma á viku, verið jafnvel minni en afköst þess, sem vinnur 40 tíma. Þetta þýðir í raun að hægt er að greiða sömu laun þótt vinnutími yrði styttur mjög hér á landi. Þess munu dæmi að íslensk fyrirtæki hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að stytta vinnutíma, en greiða eftir sem áður óbreytt kaup með mjög góðum árangri. Afköst hafa haldist eða aukist og vinnubrögð orðið vandaðri. Óhollar vinnuaðstæður Hér var áður að því vikið að hinn langi vinnutími útilokaði fólk frá menningarlífi og þátt- töku í félagsmálum. Hann kemur einnig mjög niður á fjölskyldulífi. Vinnutímalengd- in verður enn tilfinnanlegri þegar hugsað er til þeirra að- stæðna, sem íslenskt verkafólk vinnur við. 1 haust urðu um það umræður á Alþingi hve vinnu- aðstæður væru óhollar í Álver- inu í Straumsvík. Sú umræða náði því miður of skammt. Þeir eru fjölmargir aðrir vinnustað- irnir, sem eru engu betri. Þar má t.d. nefna loðnubræðslurn- ar íslensku, sem undanfarin misseri hafa velt milljörðum í' þjóðarbúið. Þar hefur verka- fólkið mátt aðlagast skít,« ó- hreinindum, dynjandi hávaða og kæfandi ólykt, sem hlýtur að vera heilsuspillandi, Og engum virðist hafa dottið í hug að nota þó ekki væri nema brot af hagnaði verksmiðjanna til þess að bæta úr þessu. Vítahringur Það er ljóst að hinn langi vinnutími er ekki aðeins ómannúðlegur heldur einnig efnahagslega óskynsamlegur. Orsakir hans eru sjálfsagt margar. Þyngst hlýtur að vega sú staðreynd að dagvinnukaup er það lágt hér á landi, að eng- um nægir til lífsviðurværis. Al- menningur allur byggir lífsaf- komu sína á aukavinnu og get- ur ekki án hennar verið. önnur orsök hins langa vinnutíma er verðbólgan illræmda. 1 óða- verðbólgunni er engum fært að gera áætlanir um fjármál sín. Menn sjá það af reynslu ná- granna sinna að unnt er að komast yfir ýmislegt af verald- legum gæðum lífsins með því að taka á sig skuldir jafnvel þótt menn sjái ekki fram á leiðir í bili til þess að greiða þær aftur. Þegar að skuldadögum kemur finna menn aðeins eina leið út: auka vinnutíma sinn. Þannig rekur verðbólgan og skulda- baggarnir til óhóflegs vinnu- álags. Ný vökulög Margir forystumenn laun- þega hafa haft fullan skilning á þessum vandamálum, en þrátt fyrir góðan vilja ekki fundið leiðir til úrbóta. Allt bendir til að árangri í þá átt að stytta vinnutíma verði ekki náð nema með tilstilli Alþingis með laga- setningu. Nú er orðið alllangt síðan hin fyrstu vökulög voru sett á ís- lenskum togurum. Sú lagasetn- ing var mjög umdeild á sínum tíma. Nú er hún sú Lilja, sem allir vildu kveðið hafa. Það virðist fyllilega tímabært að setja ný vökulög: lög um há- marksvinnutíma fólks í landi, þar sem bartnað verði að vinna lengur en hið tiltekna hámark segir til um. Slík lagasetning þarf auðvitað vandaðs undir- búnings við. Hugsanlegt er að í ýmsum tilvikum þyrfti að gera undanþágur frá hámarksregl- unni t.d. þar sem mjög miklar sveiflur eru í atvinnu. Þær und- anþágur ættu þó ekki að vera margar, og ekki skipta máli fyrir það markmið að koma vinnutíma hér á landi í sama horf og tíðkast á nágranna- lörtdum. X Láta af bæjar fulltrúa störfum Sigurjón Sœmundsson Tveir bæjarfulltrúar gefa nú ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Sigurjón Sæmundsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins og Knútur Jónsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins. Sigurjón Sæmundsson hefur verið einn helsti forystumaður siglfirskra jafnaðarmanna um margra ára skeið. Jafnframt því að vera bæjarfulltrúi í mörg ár gegndi hann bæjarstjórastarfi í

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.