Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Side 13
LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ
9
meðgöngutímans, og því oftar, sem nær dregur fæðingunni. Ann-
ars eru helstu einkenni nýrnabólgunnar þau, að þvagið verður
minna og vatn fer að safnast fyrir í líkamanum, oftast sem
bjúgur, cg þegar meira kveður að, kemur höfuðverkur og þyngsli,
sjóndepra eða þcka fyrir augun, klýgja og uppköst. Einkenni
þessi geta komið öll á skömmum tíma eða eitt cg eitt í einu, og er
ekki vert að bíða eftir þeim öllum, áður en þvagið er skoðað.
En þó að nú eitt eða fleiri af þessum einkennum komi fyrir seinni
hluta meðgöngutímans, þá er ekki þar með sagt, að um nýrna-
veiki sje að ræða, því að margt annað getur komið til greina, en
þá er það alt af þvagskoðunin, sem sker úr. 1. d. er klígja
cg uppköst ekki óalgeng einkenni seinni hluta meðgöngutímans,
þctt þau komi frekar fyrir á fyrstu mánuðunum. Svo er og um
bjúginn, sem teljast má mjög algengur hjá vanfærum konum,
sjerstaklega á fótum. Hann getur átt margar aðrar orsakir. Blóð
rásin getur verið veikluð af því, að hjartað á ekki nógan kraft til
þess að standast hið aukna erfiði, sem meðgöngutímanum fylgir, og
þá myndast bjúgur á þeim stöðum, sem erfiðast er að dæla
tlóðinu um, eða blóðrásin getur hindrast um fæturna af æða-
hnútum, sem oft kcma fyrst í ljós um meðgöngutímann, eða af
leginu, sem þjappar of fast að blóðæðum þeim, sem frá fótun-
um liggja.
Hætta sú, sem af nýrnaveiki vanfærra kvenna stafar, er, eins
cg áður er sagt, ekki ýkja mikil, því að sjaldnast verða breyting-
arnar í nýrunum svo miklar, að þær lagist ekki aftur, en aðal-
hættan er í því fólgin, að varla má skoða nýrnaveiki þessa sem
veiki út af fyrir sig, heldur sem einn lið eða sýnishorn af þeirri
eitrun, sem á sjer stað í líkamanum, og venjulega eitt með fyrstu
einkennum þeirrar eitrunar. pegar eggjahvíta er í þvaginu, sjást
cft ýmsar breytingar í fylgjunni, blettir cg blæðingar, sem geta
orðið til þess, að fóstrið deyr eða fæðist fyrir tímann, og þegar
fylgjan lcsnar of snemma og blæðir milli fylgju og legs, þá er
cítast eggjahvíta í þvaginu, enda er þá konan oft mikið veik
cg miklu veikari en við blæðingar af öðrum ástæðum, þótt meiri
sjeu, eins cg t. d. þá er fylgjuna ber að.
Annar alvarlegur fylgjukvilli nýrnaveikinnar er fæðingas-