Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Side 16

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Side 16
12 LJÓSM ÆÐR ABLAÐIÐ það á annan hátt, að ]?vagið óhreinkist, og má haeglega gera ]?að með J?ví, að þvo getnaðarfærin áður en konan kastar af sjer þvaginu og stinga bómullarhnoðra upp í leggöngin og láta hann liggja þar á meðan. Finnist nú gröftur í þvaginu, verður að haga meðferð veikinn- ar eftir líðan konunnar. Sje hún með hitasótt og verki, er rúm- lega sjálfsögð, og oft linast verkirnir mikið við heita bakstra, en ráðlegast mun þá alt af að vitja læknis, því að erfitt getur verið að greina veikina frá öðrum, eins og fyr er sagt. En sje veikia á lágu stigi, að eins lítill gröftur í þvaginu og lítil óþægindi, þá er auðsjeð af því, sem sagt hefir verið um gang veikinnar, að rúm- lega að staðaldri muni varla borga sig, því að veikin batnar hvort sem er ekki til fulls um meðgöngutímann. En þá verður konan að haga lífi sínu svo, að sem minst hætta geti stafað af veikinni. Hún verður að lifa hægu og rólegu lífi, má ekki verða fyrir ofkælingu og fæðið á að vera ljett og auðmelt og hægðum verður að halda í góðu lagi. En umfram alt er konunni ráðlagt að drekka töluvert mikið af soðnu vatni daglega, til þess að þvagið verði þynnra og renni örara gegnum þvaggöngin, því að þá skolast gröftur og bakteríur betur af slímhúðinni og minni hætta verður á því, að göngin stíflist og veikin magnist. Breyting á yfírsetukvennalögum, nr. 14, 22. okt. 1912. 1. gr. 4. gr. yfirsetukvennalaga, nr. 14, 22. okt. 1912, hljóði svo: Laun yfirsetukvenna skulu goldin að hálfu úr sýslusjóði og að hálfu úr ríkissjóði, og fer greiðsla þeirra fram einu sinni á ári, á manntalsþingum. í kaupstaðaumdæmum greiðast öll laun úr bæjarsjóði, og gjaldast mánaðarlega. Launin í hverju umdæmi skal miða við fólkstal umdæmisins við síðustu áramót á þennan hátt:

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.