Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Page 18

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1922, Page 18
Í4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Annar aðalfundur Ljósmædratjelags íslands. Fundurinn var haldinn í húsi K. F. U. M. í Reykjavík laug- ardaginn 29. júlí 1922. Fer hjer á eftir útdráttur úr gjörSabók fjelagsins: Bólusetningar. Samþykt var með öllum atkvæðum gegn einu að fela stjórninni að koma því til leiðar, að lagt yrði fyrir næsta Alþingi frumvarp, er heimilaði ljósmæðrum að hafa á hendi bólusetningu í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem íbúarnir færu ekki fram úr 5000; að ljósmæður, er hefðu á hendi bólusetn- ingu í sveitum, hefðu 15 kr. á dag, meðan á bólusetningu stæði, en í kaupstöðum og kauptúnum væri gjaldið U króna á hvert bólusett ba'rn. Ljósmœðraslfólinn. Fundurinn samþykti að fela, stjórn fjelags- ins að koma fram þeim breytingum á fyrirkomulagi skólans, er hún teldi nauðsynlegar. BlaS. Fundurinn skoraði á stjórnina að athuga kostnað á út- gáfu Ijósmæðrablaðs, og hvort ekki væri tiltækilegt, að fjelagið gæfi slíkt blað út. Dýrlíðaruppbót. Fyrirspurnir bárust fundinum um það, hvernig á því stæði, að ljósmæður fengju alment enga dýrtíðaruppbót. Taldi formaður það stafa af því, að laun ljósmæðra væru yfir- leitt svo lág og auk þess ekki nema helmingur þeirra goldinn úr ríkissjóði, að þau þess vegna næðu ekki því lágmarki, er dýr- tíðaruppbót væri reiknuð af. En ekki taldi hún loku, fyrir það skotið, að bæjarstjórnir og sýslunefndir kynnu að vera fáanlegar .til þess að leggja ljósmæðrum þessa dýrtíðaruppbót, ef farið yrði fram á það. Útgefandi: Ljósmæðrafélag íslamls. Félagsprentsmiðjan.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.