Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Blaðsíða 10
44 LJ ÖSMÆÐR ABLAÐIÐ fædd. Engin ljósm'óðir má gleyma því, að athuga ytri getn- aðarfæri þeirra (og annars alt svæðið þar í kring). Á ný- fæddum meybörnum, fullbornum, eru ytri barmarnir oftast mjög feitir og bústnir. pað kemur stundum fyrir, að þeir tolla saman; þetta er þó oftast meinlaust, þvi að hjer er sjaldnast samvöxtu r, heldur að eins s a m- 1 o ð u n, likt og forhúðin á piltbörnum, og kunna allar Ijósur skil á slíku. — pegar barmarnir eru færðir sundur, á snípurinn að koma í ljós, og þvagrásaropið, hvorl á sín- um stað. — Á meybörnum, sem fædd eru fyrir tíma, koma innri barmarnir fram milli hinna ytri. pað kemur alloft fyrir, að barmarnir, bæði þeir innri og ytri, eru talsvert þrútn- ir, og stundum kemur út á milli þeirra seigt slim og situr klest á milli þeirra. Ekki er þetta neitt Iiættulegt; orsök- ina þckkja menn að vísu ekki með neinni vissu, en haldið or, að þelta slím sje svo lil komið, að fóstrið fái i rnóður- kviði eitthvað af þeim eiginleika móðurinnar, að fram- leiða svona lagað slím, og haldi þetta svo áfram um stund jafnvel eftir fæðinguna. — Um vörn gegn tannsjúkdómum. Eftir danskan tannlækni, E. L c t h-E s p e n s e n. --- (Framh.). Meðan barnið er i móðurkviði, fær það alla sína næringu úr blóði móðurinnar — öll efni, sem þarf til byggingarinnar á barnslíkamanum verða að koma þaðan — þar á meðal kalkefnin, sem fara eiga í beina- grindina og tennurnar. pað er því segin saga, að það væri hollast fyrir móðurina að lifa helsl á þeim fæðutegund- um, sem fjörvirikastar eru og hafa helst í sjer kalkefni, en það er einkum allskonar grænmeti, ávextir, rúgbrauð, egg og mjólk. pessar matartegundir eru þessutan liollar að því leyti, að meltingin gengur þá betur ef þeirra er

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.