Ljósmæðrablaðið - 01.07.1928, Síða 13
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
47
pess verður enn að geta, að skemdar barnatennur geta
auðveldlega smitað frá sjer fullorðins-tennurnar, jafn-
óðum og þær koma. Ilin nýsmitaða fullorðins-tönn smit-
ar svo aftur frá sjer næstu fullorðins-tönn, og svo koll af
kolli, og er þannig auðsær sá liáski, sem lijer er á ferðum.
Allir þekkja livernig sjúkt epli, sem liggur innan um önn-
ur epli heilbrigð, getur smitað þau epli, sem næst þvi eru,
og svo hvert af öðru. Sama er að segja t. d. um sjúkar
kartöflur. — J?að er því áríðandi að gert sje í tima við
hina sjúku tönn, og þetta er einmitt lielsta hlutverk skóla-
tannlækna, þar sem þeir starfa, og færi betur ef sem flest-
ir barnaskólar lijer ættu þeirra kost. —
Skökk tannstaða er enn ein af þeim orsökum, sem valci-
ið getur tannátu og þyrfti að gefa þessu atriði gaum
frekar en hingað til hefir átt sjer stað. (Frh.)
Aðalfundur Ljósmæðrafjelags íslands
ár 1928 var settur og lialdinn í Reykjavík dagana 29.—30.
júní. Mættar voru 15 ljósmæður.
Eftir að form. félagsins liafði sett fundinn, og boðið
fundarkonur velkomnar, var fundarstjóri kosinn frú Sig-
ríður Eiríksdóttir. Gerðabók síðasta aðalfundar var lesin
upp og samþykt.
Gjaldkeri skýrði frá hag fjelagsins og lagði fram eftir-
farandi reikning:
Reikningur
Ljósmæðrafjelags og Ljósmæðrablaðs árið 1927
Eftirstöðvar frá árinu 1926 .......... kr. 1954,50
Yfirfært úr fjelagssjóði...................... — 1753,36
Vextir 1927 .................................. — 126,47
Greitt fyrir auglýsingar...................... — 395,00
Greitt fyrir Ljósmbl. frá 96 kaup........... — 384,00
Greitt fyrir Ljósmbl. frá 78 ljósm........... — 516,00
Kr. 5129,33