Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1919, Blaðsíða 6
16 TÍMARl-T V. F. 1. 19 19 Viðbótin við veggþyktina til að forðast kiknunar- hættuna er í þessu dæmi 0,069 m., eða rúml. 61% af þeirri þykt steypunnar i bríkunum, sem komasl má af með ef veggurinn er holur. pessar veggþyktir einfaldra veggja á efstu, næstefstu og þriðjuefstu hæð eru sýndar í töflunni í dálkunum undir t’j, t’2 ofl t’3. pessu næst vil jeg athuga hvernig verð veggjar- ins fyrir hvern fcrmetra breytist eftir því, hvcr steypublöndun er notuð, ef gengið er út frá því, að veggurinn sje hvorki þykkri njc þynnri en styrkleik- inn útheimtir. Verð steinsteypuveggjar pr. fermetra, sem jeg kalla V, má tákna þannig: V = c. + t (c2 + c3S), þar sem c15 c., og c3 eru óbreytanlegar stærðir á hverj- um stað og tíma fyrir sig, og tákna: = kostnaður við steypumót, frágang utan og innan fyrir fermetrann, og annað þ. h., sem alt verður jafndýrt, hvort sem veggurinn er þykkur eða þunnur. c., = kostnaður við útvegun og aðdrætti annars efnis en sements svo og vinnulaun fyrir til- búning steypunnar, hvorttveggja miðað við 1 tenm. af fullgerðri steypu. c3 = verð á kg. af semcnti (i tunnunni 170 kg.). t = þykt steypunnar í metrum. Af því að fyrsti liðurinn í verðinu, c15 verður sá sami hvort sem veggurinn er þykkur eða þunnur, má sleppa þeim lið úr samanburðinum, þar sem ætl- unarverkið einungis er að rannsaka, hver veggþykt sje hagkvæmust, og verður það gert hjer eftirleiðis. Verð á sementi og steypuefni og vinnu er mjög breyt- ingum undirorpið á þessum árum, en til þess að fá einhverjar tölur til samanhurðar, reikna jcg, að sementstunnan kosti 20 kr., og er þá c, = 0,118 kr.; ennfremur að steypuefni kosti 15 kr. i teningsmetr- ann (sama sem 1 kr. tunnan) og vinnulaun við til- búning steypunnar 10 kr. á teningsm., eða c2 = 25,00 kr. Eftir þessu verðlagi er svo reiknað út verðið á 1 tenm. af steypu, í 3. dálki 3. töflu. í 4. dálki sömu töflu er verð á fermetra veggjar i efstu hæð húss, ef veggurinn er gerður einfaldur, með nauðsynleg- um þyktarauka til að komast hjá kiknun. í 5. dálki er verð á fermctra holveggjar á efstu hæð, og geng- ið út frá, að þykt veggjarins alls (mcð holinu) sje 30 sm. og að böndin milli brikanna sjeu úr sama efni og þær sjálfar og að þverflötur bandanna sé y5 af öllum veggfletinum. Loks er í 6. dálki verð hol- veggjar með sömu gcrð að öðru en því, að þverflöt- ur bandanna er einungis einn tíundi hluti af vegg- fletinum. 3. tafla. Verð steypuveggja pr. fermetra með mismunandi steypublöndun og einungis þeirri þykt, sem styrkleikinn útheimtir. Steypu- blöndun Sement i hverjum ten.m. V erð i irónuin Ten.m. steypu Ferin. i einf. vegg Ferm. í 30 sm. 4/r, holvegg Ferm. í 30 sm. '/io holvegg i : 5 10 140 41.47 9 45 9 27 8.86 i : 5 9 148 42 41 9.42 9.12 8 65 i : 4 8 175 45.59 9.42 8,71 8.08 i : 4 7 187 47 00 9.50 8 54 7.89 i : 4 6 200 48 53 956 8.46 7.70 i : 3 6 234 52 53 9.78 8.29 7 35 i : 3 5 255 55 00 9.95 825 7 22 i •' 87. 5 280 57.95 10.18 8 24 7.07 i : 2>/2 4 312 01.72 10 52 8 27 6 97 i : 2 4 350 60.18 10.95 •8.34 6.88 i : 2 3 400 72 06 11.60 8.52 6 85 Helstu ályktanir, sem draga má af því, scm hjer að framan var sagt, eru þessar: 1. Einfaldir steypuveggir verða því ó d ý r a r i, sem steypan í þcim er s e m e n t s b o r n a r i, svo framarlega sem nauðsynleg þykt styrkleikans vegna fer eigi niður úr +j óstuddrar hæðar, eða niður úr 25 sm., þegar loft eru steypt og venju- leg veggliæð. þetta er bcin afleiðing af reglunni um að leyfileg áreynsla á stcypuna vex í beinu hlutfalli við sementseyðsluna. 2. Einfaldir steypuveggir á cfstu hæð íbúðarhúsa þrufa ekki að vera 25 sm. á þykt styrkleikans vegna, og verða ódýrastir mcð tiltölulega mag- urri steypu (1:5:10 til 1:4:7), en siðan nokkru dýrari ef steypan er sterkari, því að vegna kiknunarhættunpar notast burðarþol stej'punnar því ver, sem veggurinn verður þynnri (eða steypan sterkari). 3. Holur veggur, 30 sm. að þykt alls, þar sem böndin milli bríkanna nema ýs af öllum vegg- fletinum, verður ódýrastur ef blöndun steyp- unnar er 1:3:5 eða þar um bil, og er þá h. u. b. 1+2 tn. af sementi í hverjum teningsmetra fullgerðrar steypu. 4. Holur veggur, 30 sm. að þykt, þar scm böndin nema einungis einum tíunda hluta alls veggflat- arins, verður þvi ódýrari, sem steypan er sterk- ari. — Allar þessar ályktanir miðast við það, að veggur- inn sjc ekki gerður sterkari en nauðsynlegt er, til þess að hann geti borið þunga þann, sem honum er ætlaður. Af framansögðu verður ekki dregin ályktun um það, hvort ódýrara verði einfaldur veggur með tiltek-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.