Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Síða 4
2tí
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
og eiga nú líklega margar hverjar við hörmungar að
striða. „Vér gleymum aldrei íslandi,“ sögðu þær. Við
höfðum farið á 2J/2 sólarhring frá Islandi lil Noregs —
Akureyri til Osló.
A fæðingardeildinni við norska Ríkisspítalann hitti eg
vinkonu mína Gunnvör Tornöe, sem nú er þar yfirljós-
móðir. Hún kom til íslands 1934 og heimsótti mig þá á
Landspítalann. Fagnaði hún mér hið besta og bauð mér
að dvelja þar, svo lengi sem eg vildi og hefði tíma til. —
Fæðingadeildin er ekki stór, aðeins 35—40 rúm. Þar er
Ijósmæðraskóli með 16—18 nemendum. Annar ljósmæðra-
skóli er í Bergen og útskrifast lálílca margar ]>aðan. I Oslo
er annar fæðingaspítali álíka stór, sein bærinn hefir. Þar
í borginni er mjög fullkomin heilsuverndarstöð fyrir
mæður og börn. Var hún nýhygð og nýtekin til starfa.
Hvernig skyldi vera umhorfs þar nú?
Það væri freistandi að skrifa um dvölina í Noregi, en
ekki dugir að dvelja við það hér. Noregur er ógleymanleg-
ur. Mér fanst liann eiginlega vera það land, sem eg hefði
alla æfi verið að leita að. Ljósmæðurnar, sem eg kyntist
þar og komið höfðu á ljósmæðranámskeið, sumar norðan
úr Þrændalögum, mintu mig svo greinilega á ákveðnar
búsfreyjur norður iá íslandi.
Frá Osló fór eg til Svíþjóðar og var uin kyrt i Stokk-
hólmi nokkra daga, kynti mér ljósmæðraskólann þar og
heilsuverndarstöðina við Södra R. R. — Alstaðar kveður
það sama við, að of margar ljósmæður skrifist út, svo að
atvinnuleysi skapist meðal stéttarinnar. Nemar ljósmæðra -
skólans í Södra R. B. eru 12, og álíka margir í ljósmæðra-
skólanum í Gautaborg. Og þrátt fyrir það, að aldurstak-
mark ljósmæðra i Svíþjóð er að eins 55 ár, þykir þetta þó
helst til margt af ungum ljósmæðrum til viðhólar hvert ár.
Eg kom til Hafnar um miðjan ágúst’og heilsaði upp á
gamla vini og kennara á danska Ríkisspítalánum. Fyrsta
nýbreytnin, sem mætti mér, þegar eg kom inn úr dyrun-