Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Page 5

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1940, Page 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 um við Juliane Marievej 14, voru myndir af mæðrum og börnum, viðvíkjandi meðferð barna á fyrsta ári, og heilsu- vernd mæðra og barna. Nú voru þar í ljósmæðraskólanum ekki nema 18—20 nemar en 1921—22 vorum við 38. Þá var námstíminn eilt ár, en er nú tvö, og þeir nemar, sem teknir voru þar inn 1. okt. í haust, voru ráðnir til þriggja ára náms, og er þar með talið nám í meðferð barna á fyrsta aldursári og heilsu- vernd barnshafandi kvenna. Flutti próf. E. Hauch erindi því viðvíkjandi á Ijósmæðraþinginu, og mun eg komá að þvi síðar. Ein ástæðan fyrir lengdum námstíma er sú, að nú hafa nemarnir fleiri frídaga og styttri vinnutíma yfirleitt. Ár- ið 1921—22 höfðum við alls 12 frídagaumárið, ogþóttigott. Nú hafa þær yfir 50 um árið fyrir utan öll aukafri. En þar sem aðal vinnukrafturfæðingardeildarinnar eru ljósmæðra- nemarnir, og vinnulíminn styttur að nökkrum mun, þá varð að innleiða þriðja árganginn, svo að störfin yrðu þó unnin, og þær lærðu ekki niinna en áður! — Öllum bar saman um, að í Danmörku væri yfirfult af ljósmæðrum. Þar er aldurstakmarkið lika 00 ár. Og eftirlaunasjóðurinn vill halda í sitt við eldri ljósmæðurnar. Miðvikudaginn 23. ágúst kom eg til Odense. Við útlendu Ijósmæðurnar fengum bestu viðtökur á Amtssjúkrahúsinu og bjuggum þar á herbergjum ljósmæðra og lijúkrunar- kvenna, sem þá voru í sumarleyfum sínum. — Við vorum alls 38 (frá Svíþjóð 30, frá Noregi 5, frá Færeyjum 2, frá íslandi 1), og á barnalieimili þar i borginni var íslensk ljósmóðir, María Magnusdóttir frá Sauðárkróki, og sótli hún mótið en bjó á barnaheimilinu. Fimtudaginn 24. ágúst var aðallega unnið úr skýrslum líinna ýmsu félaga og rædd mál, sem snertu hin einstöku amtsfélög, kosnar nefndir, o. þ. h. Föstudag 25. ágúst var hið eiginlega Landsþing sett kl. 8.30. Var gengið lil guðsþjónustu í Sct. Knúts kirkju. Stifts-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.