Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 3
Ljósmæðrablaðið I. 1941. Dr. med. P. N. Dam: Meiðsli á börnum við fœðingar (Fyrirlestur á ljósmæðranámskeiði, nóv. 1938. Birtist í danska ljósmæðrablaðinu 1939). Niðurlag. EFRI ÚTLIMIRNIR. Handleggslömun. Hreyfitaugar handleggsins koma úr þeim hluta mænunnar, sem liggur í hálsliðunum, og verða allar samferða niður eftir hálsinum og undir viðbeinið, en dreifast síðan í einstakar taugar, sem teygja sig út til hinna ýmsu vöðva. Ef barnið verður fyrir áverka þar, sem taugarnar liggja hlið við hlið, geta margir vöðvar lamazt í einu, en verði hins vegar stök taug framar á handieggnum fyrir hnjaski, lamast aðeins einn vöðvi eða vöðvahópur. Erb-Duchennes-lömun nær til margra vöðva vegna áverka á allar taugarnar fyrir ofan viðbeinið. Þessi áverki er fólginn í ofþenslu taugaþráðanna, og verður þá blæðing umhverfis þá, sem getur valdið þrýstingi á taugarnar um lengri eða skemmri tíma. Einstöku sinnum tognar svo mjög á taugunum, að þær slitna, og helzt þá lömunin æfi- langt. Þessi ofþensla getur t. d. orðið við það, að of harka- lega er togað í barn í höfuðstöðu til þess að ná fremri öxlinni niður; en oftast verður þó áverkinn við það, að of fast er þrýst á öxlina, þegar verið er að ná út höfði barns í sitjandafæðingu, og verður þá þrýstingurinn beint á taug-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.