Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7 Tvœr sjúkrasögur (Þýtt úr „Jordemodern"). Á sjúkrahúsið B. B. var lögð inn kona þann 16. jan. 19-..- Þriðja fæðing. Fyrsta fæðing var fyrir 11 árum síðan, önn- ur fyrir 5 árum. Báðar fæðingarnar gengu eðlilega, sú seinni fljótt; þremur tímum eftir að vatnið fór, fæddist barnið, sem var 3800 gr. að þyngd og hafði höfuðummál 38 cm. Þremur árum eftir þessa fæðingu lá konan f jóra mán- uði á sjúkrahúsi vegna graftarígerða víðsvegar um líkam- ann, sem afleiðingar af hálsbólgu. I líffærum kviðarhols- ins gróf þó ekki, svo að vitað væri. Þennan síðasta meðgöngutíma var heilsufar liennar ágætt. Við komu sína á fæðingarstofnunina hafði hún fullgengið með og léttasóttin nýbyrjuð. Við ytri rann- sókn fannst höfuðið fast í efra grindaropinu. Vatnið fór 31/2 tíma eftir að sóttin byrjaði. Við innri rannsókn, hálfri stundu áður en vatnið fór, var útvíkkun legopsins fullkomin og höfuðið gengið niðurfyrir spjaldbrúnina. Hríð- ir góðar með hvíldum á milli. En stundu eftir að vatnið fór hættu hríðirnar snögglega og konan varð óróleg og kast- aði upp. Engin ytri blæðing, æðin sló 110 slög á mín. Fóst- urhljóðin voru góð. Ástandið versnaði stöðugt, konan varð æ þjáðari. Hríðir hættu alveg, fósturhljóðin sömuleiðis og æðin sló 140 slög á mín. í kviðarholinu fundust nú tveir stórir hnúðar, samanhangandi í miðju, sá til vinstri á stærð við mannshöfuð, sá hægri minni. Enginn vafi lék á, hvað á ferðum var: legbrestur. Við uppskurð fannst mikið blóð í kviðarholinu. Fóstrið lá vinstra megin í kvið- arholinu, og legið til hægri. Höfuð fóstursins var fast í efra grindaropinu. Fylgjan lá laus meðal garnanna, og fóstrið var dautt. Legið sjálft var heilt, að öðru leyti en

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.