Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Page 12
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ rauninni er legbresturinn aldrei með öllum ákveðnum ein- kennum, og aðdragandi hans getur verið mjög breytileg- ur. Séu öll einkenni til staðar — langdregin fæðing, sterkar hríðir, grindarþrengsli og svo framvegis — er möguleiki að koma í tíma í veg fyrir legbrest. En í ofangreindum tilfellum vantar þessi einkenni að meira og minna leyti. Sóttin gengur eðlilega, ekkert bendir á voða í vændum, og þó fer sem fer. I mótsetningu við venjulegan legbrest, verður þetta ekki séð fyrir, og engan grunar neitt fyrr en allt er um seinan. En af því má læra það, að undir svipuðum kringumstæðum er möguleiki á legbresti, þótt engin ákveðin einkenni séu sýnileg á undan. Því fyrr, sem hættan sést, því meiri líkur eru til þess, að lífi sjúklingsins verði bjargað, þótt möguleikarnir á því séu oftast litlir. Og það sem rekur endahnútinn á allt, er sjaldnast blæðingin, heldur lífhimnubólgan, sem fæst vopn bíta. Sýklafrœðin og þýðing hennar fyrir mannkynið Eftir próf. dr. med. Th. Thjötta. Framh. Þáttur sýklafræðinnar í sóttvörnum og meðferð sjúkdóma. Það liggur í augum uppi, að ekki verður með miklum árangri barizt gegn næmum sjúkdómum, nema fyrir hendi sé ýtarleg þekking á smitunarleiðunum og eiginleikum sóttkveikjanna. Allur sá fróðleikur um eðli og háttu sýkl-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.