Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Qupperneq 12
10
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
rauninni er legbresturinn aldrei með öllum ákveðnum ein-
kennum, og aðdragandi hans getur verið mjög breytileg-
ur. Séu öll einkenni til staðar — langdregin fæðing, sterkar
hríðir, grindarþrengsli og svo framvegis — er möguleiki
að koma í tíma í veg fyrir legbrest. En í ofangreindum
tilfellum vantar þessi einkenni að meira og minna leyti.
Sóttin gengur eðlilega, ekkert bendir á voða í vændum,
og þó fer sem fer. I mótsetningu við venjulegan legbrest,
verður þetta ekki séð fyrir, og engan grunar neitt fyrr
en allt er um seinan. En af því má læra það, að undir
svipuðum kringumstæðum er möguleiki á legbresti, þótt
engin ákveðin einkenni séu sýnileg á undan.
Því fyrr, sem hættan sést, því meiri líkur eru til þess, að
lífi sjúklingsins verði bjargað, þótt möguleikarnir á því
séu oftast litlir. Og það sem rekur endahnútinn á allt, er
sjaldnast blæðingin, heldur lífhimnubólgan, sem fæst vopn
bíta.
Sýklafrœðin
og þýðing hennar fyrir mannkynið
Eftir próf. dr. med. Th. Thjötta.
Framh.
Þáttur sýklafræðinnar í sóttvörnum
og meðferð sjúkdóma.
Það liggur í augum uppi, að ekki verður með miklum
árangri barizt gegn næmum sjúkdómum, nema fyrir hendi
sé ýtarleg þekking á smitunarleiðunum og eiginleikum
sóttkveikjanna. Allur sá fróðleikur um eðli og háttu sýkl-