Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 13

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1941, Side 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 anna, sem safnazt hefir fyrir á árum og áratugum, kemur smám saman að notum í baráttu læknavísindanna fyrir auknum og auðveldari sóttvörnum. Rannsóknaraðferð, sem í upphafi virðist harla fráleit og jafnvel beinlínis út í blá- inn, getur stundum síðar meir orðið hin þýðingarmesta í daglegu starfi læknisins. T. d. áleit Bordet án efa, þegar hann uppgötvaði hæmolysis-rannsóknina, sem áður er get- ið, að hún myndi litla hagnýta þýðingu fá í framtíðinni, og þó var það einmitt hún, sem síðar varð grundvöllur þeirrar rannsóknar, sem hefir hvað mesta þýðingu allra rann- sókna læknislistarinnar, en það er Wassermanns-prófið. Þekking okkar á næmum sjúkdómum og baráttan gegn þeim hvílir þannig fyrst og síðast á sigurvinningum sýkla- fræðinnar, og er því enginn hægðarleikur að gera öllum þeim rannsóknum skil, sem að haldi koma í sóttvörnum og meðferð sjúkdóma. Verður því látið nægja að drepa á nokkra vísindasigra með því að gera þrjú atriði þessa máls að umtalsefni — í fyrsta lagi rannsóknir á útbreiðslu og smitunarleiðum sjúkdómanna, þá bólusetningar og notkun þeirra og loks blóðvatnsmeðferðina. Það er ákaflega mikilvægt að þekkja smitunarhætti sjúkdómanna, og er auðveldast að öðlast skilning á þessu með því að rifja upp sögu einhvers sjúkdóms; verður þá hér fyrir valinu gula hitasóttin svonefnda. Flestir munu hafa heyrt hennar getið, því að fyrir mannsaldri herjaði hún lönd og ríki í Mið- og Suður-Ameríku og ennfremur Vestur-Indíur og syðsta hluta Bandaríkjanna. Flún byrjar með ofsahita, áköfum höfuðverk, nokkrum bakverk, blæð- ingum í húð, maga og þörmum og síðan kemur gulan til sögunnar, sem stundum er svo mikil, að hörundið verður mahogni-brúnt. Á 18. og 19. öld geisaði hver faraldurinn öðrum skæðari og féll stundum fjTir eóttinni tíundi hver maður í sumum borgum og bæjum. Eins og nærri má geta, var ægilegt um að litast í þessum borgum. Líkunum var án afláts ekið til greftrunar, en engin líkfylgd sást, því

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.