Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Qupperneq 6

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Qupperneq 6
64 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ar, og kvarta læknar á þessum tímum iðulega undan því, hve illa sé fyrir þessu séð. Kom þá oft fyrir, að konur dóu af barnsförum beinlínis fyrir það, að burðinum var ekki náð frá þeim, en það þótti jafnvel þá vottur um fádæma vankunnáttu þeirra, sem að því stóðu. En því hafa erfiðar fæðingar verið tiltölulega algengar á þessu tímabili, að grindarskekkjur ■ kvenna hafa verið tíðar vegna yndangenginna harð- æra og ónógs og óholls við- urværis þeirra í uppvexti.“ Um 1874 var 1 ljósmóðir fyrir hverja 1000 íbúa lands- ins og á hverjar 34 fæðingar. Algerlega ólært fólk aðstoð- aði þá enn við f jölda fæðinga víða um land. 1918 var 1 ljósmóðir á hverja 500 íbúa og 13 fæðingar, en 1930 1 á hverja 560 íbúa og 15 fæð- ingar, auk nokkurra óskip- Þorbjörg: Sveinsdóttir, liósmóðir. *. A. . „ , „ „ aðra ljosmæðra aðall. 1 Rvik. Ljósmæðrafélag Islands var stofnað 1919 og voru í fyrstu stjórninni: form. Þuríður Bárðardóttir, gjaldkeri Þórunn Á Björnsdóttir, ritari Þórdís J. Carlquist, og hefir það mjög beitt sér fyrir bættum kjörum stéttarinnar, en sá róður hefir oft verið þungur. Árið 1925 var farið að veita gömlum Ijósmæðrum, sem hættar voru störfum, nokkurn ellistyrk á f járlögum, en 1938 var þeim með lög- um tryggður almennur lífeyrir. Árið 1930 voru launakjör ljósmæðra bætt verulega. 1923 stofnaði félagið Ljósmæðra- blaðið og hefir það flutt fjölda nytsamra og vel skrifaðra greina og auk þess verið þarfur tengiliður milli hinna dreifðu félagskvenna. Eftir þennan inngang um Ijósmæður almennt hér á landi

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.