Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Síða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1943, Síða 9
L J ÖSMÆÐR ABLAÐIÐ 67 Kaupmannahöfn og tók þar próf með fyrstu einkunn 1887. Hún sótti um lausn frá embætti 1903. Fyrir og um aldamótin 1900 voru í Reykjavík tvær ljósmæður, sem vér höfum ekki fundið heimildir fyrir að væru lögskipaðar. Það eru þær Guðrún Tómasdóttir og Sesselja Ólafsdóttir. Þórunn A. Björnsdóttir varð ljósmóðir í Reykjavík 1897. Hún var fædd 30. des. 1859 að Vatnshorni í Skorradal í Borgarfjarð- arsýslu. Tæpra 23 ára lauk hún prófi í ljósmóðurfræð- um í Reykjavík. Tók hún þá strax að fást við ljós- móðurstörf og var lögskip- uð 1883 í Lundarreykja- dals- og Fitjasóknum i Borgarfirði og tveim árum síðar í Bæjar- og Hvann- eyrarsóknum í sömu sveit. Hún sigldi til framhalds- náms á fæðingarstofnun- ina í Kaupmannahöfn árið 1890 og útskrifaðist þaðan með beztu einkunn 30. maí 1891. Eftir það tók hún aftur til starfa hér heima og var tvö síðustu árin áður en hún flutti til Reykjavíkur ljósmóðir í Þingvallasveit. Tvisvar fór hún aftur utan til þess að fullnuma sig, fyrra skiptið 1911, á fæðingardeild og ljósmæðraskóla Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og 1926 og var þá á fæðingarspítölum í Bergen og Osló. Hún andaðist 23. nóv. 1935. Árið 1922 var hún sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. Þórdís J. Carlquist varð lögskipuð ljósmóðir í Reykja- vík haustið 1904. Hún er fædd 19. október 1879 að Hofi Þórunn Á. Björnsdóttir, ljósmóðir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.