Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 4
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ návist hennar datt mér oft í hug sagnir fornsagnanna af hinum drengskaparmiklu og skörulegu kvenhetjum þeirra tíma, að á þeirra bekk sómdi hún sér vel. Hún var í einu og öllu svo, að ég býst ekki við að ég kynnist annarri eins konu á lífsleiðinni. Tel ég að ég geri engri þeirra merku kvenna, er ég hefi kynnst, rangt til með þeim ummælum. Hún var ljósmóðir í Helgafellssveit 43 ár og sat auk þess yfir nokkrum konum í Stykkishólmshreppi en ekki er mér kunnugt hversu mörgum börnum hún hefir tekið á móti. Veit ég ekki til annars en að Guð og gæfan hafi ætíð verið í verki með henni þar sem annarsstaðar. Trúkona var hún mikil enda skilst mér að engin kona, geti verið mikil kona, góð móðir og fósturmóðir ef hún á ekki hreina og heilsteyjita trú, en það held ég að öllum er hana þekktu, komi saman um að hún hafi haft. Vegna þess að heimili hennar var fyrirmyndarheimili hið mesta var ætíð mjög gestkvæmt á því, sumar og vetur, svo að hvíldartímar hennar voru fáir og smáir. Hún var mikil fjör- og dugnaðar kona, svo að henni féll aldrei verk úr hendi, en fyrir það var hún orðin útslitin fyrir aldur fram. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubilun sem ágerðist, þótt hún léti það aldrei aftra sér frá því, að standa ætíð í stöðu sinni með sama sóma og áður. Nú um jólin fór hún til lækninga til Stykkishólms, en komst ekki á fætur aftur. Hún dó 6. janúar og vantaði þá 1 viku til að fylla 70 ára aldur. Til marks um hinar miklu vinsældir hennar, má geta þess, að skömmu eftir fráfall hennar, hófu nokkrar konur í sveitinni f jársöfnun til minningarsjóðs er bæri nafn henn- ar. I hennar fámennu sveit safnaðist á fáum dögum hátt á fimmta þúsund krónur. Vinur. Prú Þórleif Sigurðardóttir var félagi í Ljósmæörafélagi Islands frá upphafi, og eru þessi minningarorð (nokkuð stytt), að fengnu leyfi, tekin. úr Morgunblaðinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.