Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 39 Heilsuvernd á íslandi. Eftir Vilmund Jónsson landlæknir. Landlæknii- hefir samið ágæta ritgerð fyrir tímaritið „Heilbrigt lif", er hann nefnir „Heilsuvernd á Islandi". Hefir hann og ritstjóri tímaritsins leyft Ljósmæðrablaðinu að birta þessa kafla úr téðri ritgerð. Mæðra- og ungbarnavernd. Auk fæðingarhjálpar almennra lækna og ljósmæðra og starfsemi þeirra, sem lýtur að því að athuga heilsufar barnshafandi kvenna með tilliti til þungunarinnar og barnsburðarins og veita þeim leiðbeiningar þar að lútandi, sem fleirum og fleirum konum lærist að hagnýta sér, hef- ur heilsuverndarstöðin í Reykjavík nú um alllangt árabil haldið uppi ókeypis þess háttar leiðbeiningarstarfsemi, svo og varðandi meðferð ungbarna. Á fæðingardeild Landspitalans var frá upphafi haft eftirlit með þeim barnshafandi konum, sem ætluðu sér að ala börn sín á deildinni. En nýlega hefur heilsuverndarstöð Rvíkur tekið þetta eftirlit að sér og létt því af Landspítalanum. Síðast liðin tvö ár hefur ungbarnaverndarstarf stöðvarinnar að opinberri tilhlutan verið mjög aukið, og er nú að því keppt, að stöðin fylgist með þrifum og framförum allra ungbarna bæjarins innan eins árs aldurs og leiðbeini um eldi þeirra og alla hirðu. Á vegum heilbrigðisstjórnarinn- ar er gefið út leiðbeiningarit um meðferð ungbarna, er ljósmæður um land allt fá öllum sængurkonum í hendur, en þær munu flestar færa sér kostgæfilega í nyt. Á heilsu- verndarstöðvum utan Reykjavíkur mun enn lítið eða ekki hafa verið sinnt mæðra- og ungbarnavernd nema helzt á ísafirði, og stendur það til bóta.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.