Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1945, Side 12
46 LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 5. Að endingu segir frk. Þuríður Bárðardóttir: „Af reynslu minni þann stutta tíma, sem ég hefi verið hús- móðir Mæðraheimilis Reykjavíkur, álít ég það mikið þjóð- þrifamál, að ættleiðingar barna verði numdar úr íslenzk- um lögum, en í þess stað verði börnum þeim, sem ekki geta verið hjá mæðrum sínum, komið fyrir hjá góðu fólki, sem fósturbörnum, og mætti þegar tækifæri gæfist, skýra þetta mál frá mörgum hliðum.“ Talsverðar umræður urðu um þetta atriði, og töldu • fundarkonur það bæði viðkvæmt og vandasamt til úrræða. Var engin sérstök ákvörðun tekin í því. Fleira var ekki til umræðu undir frjálsum umræðum. Að lokum mælti fundarstjóri nokkur orð til fundarkvenna, þakkaði mjög velsóttann og ánægjulegann fund og sagði fundi slitið. Var þá komið fast að miðnætti, settust fundarkonur að kaffiborði, sem fram hafði verið sett, og var þar margt rætt á víð og dreif. Lög um Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Ríkið heldur uppi heimavistarskóla fyrir hjúkrunar- nema, undir stjórn 5 manna skólanefndar. Formaður er landlæknir. Hina 4 skipar ráðherra, sem sé: yfirhjúkrun- arkonu Landspítalans; einn eftir tillögu Fél. ísl. hjúkrun- arkvenna; einn eftir till. sjúkrahúsa utan Reykjavíkur; loks skal einn vera sérfróður um skóla- og uppeldismál. Sérmenntuð skólastýra veitir skólanum forstöðu, en að- alkennarar skulu vera yfirhjúkrunarkona og aðstoðar- læknar Landspítalans. — Námstími er 3 ár, auk 8—12 vikna forskóla. Skólavistin er ókeypis, og kaup greiðist nemunum fyrir hjúkrunarstörf. Svo er til ætlazt, að komið verði á almennu framhalds-

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.