Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 39 ávinningur Ljósmæðrafélagi Islands gæti orðið að því að ganga í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og beita sér fyrir, að gengið verið í það, ef hún álítur að það verði ljósmæðrum til hagsbóta.“ Þetta mál var svo tímafrekt, að setzt var að kaffi- drykkju í miðjum umræðunum, og var margt rætt um félagsmál og starfið í heild, meðan á því stóð. Að síðustu kvaddi gjaldkeri sér hljóðs og sagði fjár- hag félagsins svo erfiðan hin síðari ár, m. a. vegna auk- ins kostnaðar við útgáfu Ljósmæðrablaðsins, að óhjá- kvæmilegt væri, að hækka árgjald félagsins. Tóku fund- arkonur því mjög vel, og vildu jafnvel sumar hækkun u«i helming. Niðurstaðan varð sú, að fundurinn samþykkti hækkun um kr. 10.00 — tíu krónur —, svo að nú er árs- tillagið og blaðið kr. 25.00, og er það þó ekki meira en rífleg vísitöluhækkun frá 7 króna árgjaldinu. Var nú dagur að kvöldi kominn. Þakkaði formaður fundarkonum komuna og sagði fundi slitið. S t j ó r n i n. Gjaldið öllum það, sem skylt er. Fyrir nokkur barst stjórn Ljósmæðrafél. Islands bréf frá landlækni, þar sem hann mælist til, að Ljósmæðrablað- ið flytji ljósmæðrum landsins tilmæli sín um að vanda sem allra bezt til tilkynninga sinna og annara skýrslugerða, og að þær tilkynningar og skýrslur séu sendar á réttum tíma. Ástæðan fyrir þessu er bréf frá hagstofustjóra til land- læknis, þar sem kvartað er mjög um afgreiðslu ljósmæðra -

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.