Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Síða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1948, Síða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 47 og fluttist suður á Miðnes fyrir 60 árum og hefur átt þar heima síðan, lengst af í Syðstakoti. Þorbjörg lærði ljósmóðurfræði 1907 og starfaði síðan sem ljósmóðir í Miðneshreppi í 31 ár. Hún var sérstak- lega heppin ljósmóðir og sýndi í því sem öðru, sérstak- an kjark og dugnað, enda mjög vinsæl og vel látin. Munu vinir hennar og sveitungar senda henni hlýjar kveðjur á áttræðisafmælinu. (Grein í Morgunbl. 2. júní, nokkuð atytt). Ljósmœðraskóli Islands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemend- ur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður nán- ar athugað í Landspítalanum). Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum. Eiginhandarumsókn sendist stjórn skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Um- sókninni fylgi aldursvottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 1. júlí 1948. . ,, Guðm. Thoroddsen. Ath. Umsækjendur ljósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á umsóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé næsta símastöð við heimili þeirra. Gott væri ef þær gætu haft með sér eitthvað af rúmfötum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.