Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Síða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1949, Síða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 Fáein orð frá Ljósmæðrablaðinu um grein Baldurs Johnsens. Eins og getið var um í síðasta blaði, birtu víðlesin dag- blöð kafla úr grein B. J. og auðvitað fyrst og fremst þá, sem fjölluðu um samanburð á mæðra- og barnadauða í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Þetta varð til þess, að stjórn Ljósmæðrafélagsins ákvað að gefa ljósmæðrum kost á að kynnast greininni og höfundi hennar nánar og það því fremur, sem fyrirspurnir fóru að berast til for- manns félagsins um það, hvað eiginlega væri að gerast í sambandi við fæðingarhjálpina í Reykjavík, þar sem dauði kvenna vegna barnsburðar og dánartala barna af völdum fæðinga væri, eftir grein þessari að dæma, svo miklu hærri þar en annars staðar á landinu að undrum sætti. Það er engin furða, þó að ókunnugir undrist, er þeir sjá útreikninga læknisins, þar sem hann gleymir að geta þess, að hann telur þarna með allt, sem flutt er inn á Fæðingardeild Landspítalans frá nærliggjandi kaupstöðum og öðrum landshlutum. Þangað eru þó oft fluttar konur með lífshættuleg fæðingarafbrigði og börnin þá stundum dáin, áður en þangað er komið. I lögum ljósmæðra er stranglega tekið fram, hvað telja skuli barnsburð og hvað fósturlát, og eru takmörkin þar um 28. meðgönguviku. Þegar því ljósmæður heyra talað um, að kona deyi af barnsförum, þá mun þeim ekki detta í hug fósturlát, utan- legsþykktir eða aðrir meðgöngusjúkdómar á fvrrihluta meðgöngutímans, og er þó ekki grunlaust um, að nokkur slík tilfelli kunni að hafa slæðzt með í upptalningu lækn- isins. Læknablaðið, sem að vísu átti sök á, að staðlausir staf- m að því er þessi mál varða, bárust um land allt, með því að birta grein B. J. athugasemdalaust, gerði strax hreint

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.