Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 22.12.1921, Síða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 22.12.1921, Síða 16
66 TÍMARIT V. F. I. 1921. hlaupin eða myndi áður en varir standa á þurru landi, en áin renna fram í öðrum farvegi. þessi ótti er að mínu áliti bygður á vanþekkingu á stað- háttum og því ástæðulaus, en þó er það eitt, sem ýmsum farvegum hennar, til þess að unt væri að standa að grefti fyrir stöplum og steypuvinnu. því miður kom eimnitt óvenju mikið og langdrægt hlaup í ána á þeim tíma, sem síst skyldi, haustið 1920. ekki verður við ráðið, það er jökulhlaup af völdum Kötlu eða annars eldgígs í Mýrdalsjökli. Síðan land bygðist hefir Katla oft gosið, en aðeins eitt gos- ið, á'miðri 13. öld, er talið hafa valdið jökulhlaupi á Sólheimasandi, hin hlaupin öll hafa runnið austur á Mýrdalssand. þetta getur komið fyrir aftur, og þá fer brúin vafalaust, en við það fá engin mann- leg öfl ráðið. Hitt, að áin taki sjer annan farveg fram hjá brúnni, mun jafnan verða unt að koma í veg fyrir í tíma, og jafnvel án mikils tilkostnaðar, með fyrirhleðslu úr grjóti af eyrunum. þó að lögin um brúna væru samþykt, átti mál þetta samt langt í land til framkvæmda, því fjár- veitingu vantaði, þangað til Alþingi samþykti fjár- veitingu, 25 þús. kr., 1919, til þess að byrja undir- búning, og var hann hafinn í árslok það ár. Brúin er samtals 206 metrar að lengd, eða öllu heldur brýrnar, sem eru 9 að tölu, allar jafnlangar, 22,0 m. Brýrnar eru úr járngrindabitum, en gólf úr timbri, plönkum og trjám á þverbitum úr járm. Undir brúnum standa 10 stöplar steinsteyptir; er grafið fyrir þeim 2J/ó—3 m niður í aurinn, og verða þeir þannig að hæð 4,6—5,0 m. Var upprunalega gert ráð fyrir, að grafa þá minna í aurinn, en reka þar digra staura, til þess að bera þá uppi, ef áin tæki að grafa sig niður, en niðurrekstur reyndist ógerlegur fyrir stórgrýti, og tel jeg full- trygglega um búið, svo sem gert hefir verið. Frá verkfræðings sjónarmiði er brúargerðin öll mjög einföld og óbrotin. Við framkvæmd verksins voru engir erfiðleikar, aðrir en þeir, að veita ánni úr þá hafði allri ánni verið veitt í nýjan farveg til þess að þurka 2 stöplastæði, sem unnið var að, en tókst þó fyrir mikinn dugnað verkstjóra og verkamanna að verja stýfluna, sem gerð hafði ver- ið til varnar. Tókst þá haustið 1920 að ljúka við alla stöplana að mestu. Veturinn 1920—21 voru brýrnar smíðaðar í brúarsmiðjunni í Reykjavík. Járnið hafði komið frá Bandaríkjunum á öndverðu því ári, samtals 63 smálestir. Verðið var þá meira en þrefalt hærra en fyrir ófriðinn, eða nálega tvö- falt hærra en nú er. Brúarsmiðjan er vel búin að vjelum, sem flestar eru reknar með rafmagni, og sóttist vinnan vel. Síðastliðið sumar voru svo brýrn- ar settar á. Var því lokið í ágústlok og var brúin afhent til afnota með vígslu athöfn, sem fór fram 3. sept. Alt efni til brúarinnar yar flutt í land við Jök- ulsárósa og ekið þaðan rúmlega 4 km vegarlengd upp að brúarstæðinu. Erfiðleikar eru nokkrir að koma vörum þarna í land fyrir opnu hafi, og upp- skipun mjög dýr. Efnið var aðallega þetta: 63 smá- lestir járn, 425 tunnur sement og 75 smál. timbur, auk áhalda, samtals mun aðflutt efni og áhöld hafa verið um 220 smálestir. Brúargerðin var fram- kvæmd á dýrasta og erfiðasta tíma, sjerstaklega það, sem gert var 1919—20, enda hefir kostnaður- inn orðið um 270 þús. krí, og hefir allur verið greiddur af innlenda ríkissjóðsláninu, sem tekið var 1920 til brúa- og húsagerða, og til Flóaáveitunnar. G. G. Z. 1

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.