Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 55 ur í þvagi. Blóðþrýstingur reyndist vera 115/70, blóðlitar- efni 75%, grindarmál eðlileg. Við ytri rannsókn fundust tveir stórir og harðir fósturhlutar, annar í grindaropi, hinn til vinstri yfir nárabeini. Fósturhljóð virtust góð, en urðu ekki aðgreind. Röntgenmynd var tekin þ. 15. júni og sáust þá greinilega tvíburar. Var höfuð annars gengið nokkuð niður í grind, en höfuð hins var til vinstri yfir grindaropi. Útlimir virtust einkum liggja vinstra megin efst í leginu. Sjúklingurinn var látin liggja í rúminu. Blóðleysið skán- aði og blóðrásin komst í lag, og var konan send heim eftir nokkrar vikur. 27. júlí 1949 kom konan aftur í sjúkrahúsið og hafði þá smávegis hríðir. Ummál kviðar var þá 115 cm. Ytri rannsókn reyndist eins og áður. Ekki varð annað séð, en hér væri um vanalega tvíbura- fæðingu að ræða og mikið legvatn. Nóttina eftir byrj- uðu hríðir fyrir alvöru og að 8 klst. liðnum var útvíkk- un lokið og höfuð í miðri grind. Þá féllu hríðir niður og og fæðingunni miðaði ekkert. Þar eð sjúklingurinn var þreyttur og uppgefinn, var ákveðið að taka barnið með töngum. Notuð var Kjellands töng og gefin aethersvæfing. Tókst að ná fram höfðinu, en þá stóð á herðunum. Við innri rannsókn varð ljóst að hér var um samvaxna tvíbura að ræða. Dr. Becker bætir við, að hér myndi hafa verið gerð vending en ekki keisaraskurður, ef hægt hefði verið að sýna fram á, að um samvaxna tvíbura væri að ræða. Jafn- framt hefði fóstrið verið limað sundur. Eins og nú stóð á, segir dr. Becker, var ekki um neitt að velja. Hefði konan verið frumbyrja, mynda hafa reynzt erfitt að ná síðara fóstrinu. Aðferð dr. Becker var hin sama og sú, er notuð var við síðara tilfellið á fæðingardeild B, sjúkling nr. 890, og vísast hér til þess.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.