Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 6
52
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
lands töng er lögð á höfuð barnsins. Klippt er upp í spang-
arbrúnina. Tiltölulega vel gengur að ná höfðinu fram, en
stendur á herðunum. Er þá gerð innri rannsókn. Hrygg-
ur liggur fram á við til vinstri, handleggir neðst, og eru
dregnir fram. Enn er að finna tvo handleggi, annan tii
vinstri, hinn til hægri, og auk þess höfuð, sem stendur
hátt yfir grindaropi hægra megin. Þegar togað er í höf-
uðið, sem fætt er, kemur strax í ljós, að breiður sam-
vöxtur er á milli brjósts og kviðar beggja fóstranna. Með
því að draga höfuð, herðar og handleggi fyrra fóstursins
eins langt fram og hægt er, tekst að klippa samvöxtinn.
Er nú gerð vending og framdráttur á seinna fóstrinu
og gekk það greiðlega. Þá kemur í ljós, að þriðja fóstrið
er eftir. Eru þá belgir sprengdir og finnst fyrirliggjandi
höfuð. Er það dregið niður með hendinni og jafnframt
þrýst á legið. Þannig fæðist þríburinn, merktur C, í höfuð-
stöðu. Methergin, 1 ccm, er gefið í vöðva og eftir 5 mín.
fæðist fylgjan. Legið er því næst athugað og finnast þar
engar fylgjuleifar né annað athugavert. Ekkert hefur rifn-
að út frá spangarskurðinum og blæðing er lítilfjörleg.
Sjúklingnum er gefið 500 ml af Macrodex. Hún er föl, en
ekki sérlega eftir sig. Blóðþrýstingur 160/115, púls 96.
Tvíburarnir voru vaxnir saman frá bringubeini niður
að nafla. Naflastrengur var aðeins einn og í honum f jór-
ar æðar. Fóstrin voru jafnstór og yfirleitt vel þroskuð
og ekki vansköpuð að öðru leyti. Bæði voru stúlkubörn
og vógu samanlagt 3000 g. A var 46 cm, B 44 cm á lengd.
C vóg 2150 g og var 43 cm. Það er látið í heitt bað í 7
mínútur, fær súrefni og Lobelin og fer þá að orga. Er
það svo látið í hitakassa.
Fylgjan vegur 1250 g. Stærð hennar er 21 — 24 — 3'/2
cm. Fjórfaldir belgir eru milli fylgju þríburans og sam-
vöxnu tvíburanna.
Sjúkl. er gefið morfín, penicillín og streptomycin. Næsta
dag er hitinn 37,9 stig og úr því aldrei yfir 37,4 stig á