Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 57 stúlkubörn. Þær voru vaxnar saman á brjósti og kviði. Að öðru leyti virtust þær rétt skapaðar. 1 þeim tilfellum, sem hér hefur verið sagt frá, hafa þrjár mismunandi aðferðir verið notaðar við fæðinguna. f einu tilfelli, þar sem höfuðið var fætt, var fóstrinu þrýst út. f öðru tilfelli var gerður framdráttur, en hjá hinum þremur var höfuðið tekið með töngum og útlimir leiddir niður og gerð sundurlimun, vending og fram- dráttur. Því miður hefur ekki tekizt að ná í lýsingu á öðrum afbrigðum samvaxinna tvíbura en þeim, sem hér er lýst, enda er hvað algengast, að slíkir tvíburar séu vaxnir saman að framan. Sem betur fer eru slíkir vanskapningar þó sjaldgæfir. (Úr Tidskrift for Jordemodre 1953). Sambandsþing norrænna ljósmæðra, var að þessu sinni haldið í Östersund í Svíþjóð, dagana 16.—20. júlí. Sænska ljósmæðrasambandið hélt þar aðalfund sinn, um sama leyti. Voru þar saman komnar 175 ljósmæður frá Svíþjóð, 10 danskar og 10 finnskar. Það þótti tíðindum sæta, að frá Noregi kom engin ljós- móðir. Og engin ársskýrsla eða kveðja þaðan. ísland og Færeyjar sendu kveðjur, en engan fulltrúa, og þótti það skiljanlegt, vegna fjarlægðar. Frá báðum stöðum voru fulltrúar mættir í Kaupmannahöfn á síðast liðnu ári. — Næsti fundur er ákveðinn í Finnlandi sumarið 1954.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.