Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 12
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ljósmœðraskóli íslands. Ljósmæðraskóla íslands var sagt upp þ. 30. sept. þ. á. og brautskráðar 11 ljósmæður. Fara þær í umdæmi sem hér segir: Asa Marínósdóttir, óráðin, heimili Engihlíð, Árskógsstr., Eyjafjarðarsýslu. Eiin Stefánsdóttir, Miðfelli, Hrunamannahr., ráðin í Hruna- mannahreppsumdæmi. Freyja Antonsdóttir, vinnur áfram á Fæðingardeild Land- spítalans. Herdís Guðmundsdóttir, ráðin í Reyðarfjarðarhreppsumd. Hólmfríður Einarsdóttir, óráðin, heimili Varmahlíð, Eyja fjallahreppi. Ingibjörg Jónsdóttir, ráðin að Hvammstanga, Húnavatns- sýslu. Ólöf Jóhannsdóttir, ráðin í Hólmavíkurumdæmi, Stranda sýslu. Petrea Konráðsdóttir, óráðin, heimili Böðvarshólar, Húna- vatnssýsla. Sigríður Þórarinsdóttir, ráðin í Kelduneshreppsumdæmi, Þingeyjarsýslu. Sigrún Jónsdóttir, vinnur áfram á fæðingardeild Land- spítalans. Steinunn Guðmundsdóttir, vinnur áfram á fæðingardeild Landspítalans. Þessar ungu ljósmæður gengu allar í Ljósmæðrafélag íslands, og óskar félagið og Ljósmæðrablaðið þeim allrar blessunar í ljósmóðurstarfinu, og væntir þess, að þær verði ljósmæðrastéttinni til gagns og sóma, hvar sem þær verða og starfa sem ljósmæður og félagssystur. Framtíð er æskunnar auður.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.