Ljósmæðrablaðið - 01.09.1953, Blaðsíða 5
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
51
ara fóstrinu með því að festa í það krókatengur. Það
kom tvöfalt (conduplicatio corporis).
Næst er 1 ml af Methergin gefið í æð, og kemur þá
fylgjan innan skamms og virðist vera heil. Ekki er nema
einn naflastrengur. Til öryggis er þreifað upp í legið og
finnst ekki annað en það sé heilt og dregst vel saman.
Legháls og leggöng voru ósködduð. Hvergi var sjáanleg-
ur neinn áverki. Spangarskurðurinn, sem örlítið hafði
rifnað út úr, var nú saumaður saman með venjulegum
hætti. Klukkustund síðar eni góðir samdrættir í leginu
og blæðing engin. Konunni var gefið penicillin og strepto-
mycin. Eftir tíu daga sængurlegu útskrifaðist konan. Hiti
enginn. Ekki hafði hún nein óþægindi önnur en smávegis
óþægindi við þvaglátin. Tvíburarnir vógu 2550 og 2500 g,
hvorttveggja stúlkubörn. Fylgjan vóg 1450 g og mældist
28—24—3y2 cm. I naflastrengnum voru 6 æðar.
Hitt tilfellið frá fæðinardeild B var, eins og áður er
sagt, þríburafæðing, þar sem eitt fóstrið var heilbrigt
og eðlilegt, en tvö samvaxin. Konan var 21 árs, frumbyrja,
og kom á deildina 5. maí vegna eggjahvítu í þvagi, hækk-
aðs blóðþrýstings og bjúgs. Hún var 170 cm á hæð, vóg
90,5 kg, ummál kviðar 113 cm og grindarmál 25 — 30
— 20,5 cm. 1 þvagi var 4,5%„ af eggjahvítu. Blóðþrýsting-
ur 155/100; bjúgur í andliti, höndum og fótum. Fæðing-
in var væntanleg 15. júní.
7. maí var konan flutt í fæðingarstofu, þar eð vatn
var farið og hríðir byrjaðar. Kl. 8,50 var varla um nokkra
útvíkkun að ræða, leghálsinn finnanlegur gegnum enda-
þarminn og höfuð í grindaropi. Ráðgert var að taka Rönt-
genmynd af konunni, en hætt við það, vegna hins háa og
óstöðuga blóðþrýstings. Fæðingunni miðar nokkuð og hríð-
ir eru sæmilegar. Kl. 13,30 er henni gefinn 1 ml af Algo-
spasmini og aftur kl. 15,45. Kl. 16,30 er útvíkkun lokið.
Þar sem blóðþrýstingur helzt alltaf í 200/140, er ákveðiö
að taka barnið með töngum. Konan fær aether og Kjel-