Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Síða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
15
hennar, og víst er um það, að einkenni eins og sama
sjúkdóms geta birzt með ólíkum hætti, eftir því hvort
um karl eða konu er að ræða. Yfirleitt eru einkennin
gleggri hjá konum, líflegri, eða eigum við að segja blóm-
legri. Tímabundnar sveiflur geðsjúkdóma eru einnig
greinilegri, þegar konur eiga í hlut.
Við vitum, að tíðir og undirbúningur þeirra orka á
heilbrigðar konur á sérstakan hátt. Þær reiðast frekar
af smámunum, er grátgjarnara, eru fyrtnari en ella eða
jafnvel miður sín og fá hræðsluköst að ástæðulausu. Þær
eru viðkvæmari en þæi’ eiga annars að sér að vera og
stundum örari í skapi.
Viðbrögð hverrar einstakrar konu við tíðum eru háð
líkamlegu og andlegu ástandi hennar. Það mun verða of-
langt mál að flytja hér fullnægjandi fræðslu um nýrri
rannsóknir á þessu efni, en til nokkurrar leiðbeiningar
mætti verða það, sem hér fer á eftir:
Þó að um sama sjúkdóm sé að ræða, þá er þó hver
einstaklingur sérstæð persóna, sem tekur örlögum sín-
um á sinn sérstaka hátt og bregzt við sjúkdómum og
öðrum erfiðleikum eftir því, sem hann er maður til.
Mönnum hefur lærzt að skipta fólki í hópa eftir líkams-
skapnaði og vaxtarlagi þess. Það hefur komið í ljós, að
menn, sem eru líkir á vöxt, eru einnig oftar en hitt svipaðir
að andlegri gerð. Litlir, hálsstuttir og kubbslegir menn,
riðvaxnir menn, eru að jafnaði opinskárri, fjörugri og
mannblendnari en hinir háu, grannvöxnu eða renglu-
vöxnu menn. Mitt á milli þessara hópa eru kraftalegu
vöxnu mennirnir, sterkbyggðir menn, vöðvastæltir og
herðabreiðir.
Sálarástand riövaxins manns tekur miklum sveiflu-
breytingum. Hann er glaður og bjartsýnn, þegar vel
gengur, en dapur og þunglyndur þegar á móti blæs. Hann
er fljótur að bregða við, opinskár í tali og röskur að af-
greiða hvert mál. Menn þessir hafa hringhuga (zyklo-