Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLABIÐ 17 veiklaðra að telja. Ef geðveiki eða önnur arfgeng geö- veiklun er í ætt hennar, getur sjúkdómurinn brotizt út, einmitt þegar svona stendur á. Stundum sjáum við líka, að kona, sem líður að öllu leyti vel, veikist á geði um meðgöngutíma eða í sambandi við fæðingu. Þá er að telja konur, sem eiga enga arfgenga andlega veiklun í ætt sinni, en búa við svo erfiðar kringumstæð- ur, að þær út af fyrir sig eru næg orsök sjúkdómsins. Þetta eru konur, sem kemur illa saman við mann sinn eða fjölskyldu, eiga máske sjúkan mann, erfiðan í um- gengni, drykkjumann, afbrotamann eða ónærgætinn mann og óbilgjarnan, konur, sem engan mann eiga, hafa máske orðið ekkjur á meðgöngutímanum og loks ógiftar stúlkur og ólofaðar. Það segir sig sjálft, að allar þessar konur hafa marg- víslegar áhyggjur í sambandi við væntanlega fæðingu. Enn eru mæður, sem eiga mörg börn fyrir og erfiða afkomu, slæma íbúð og þurfa máske að vinna sjálfar fyrir heimilinu. I stuttu máli: allir þessir erfiðleikar verða konunni um megn. Að sjálfsögðu er þeim konum enn hættara að falla fyrir þessum kvillum, sem eru af óhraustu fólki komnar og auk þess eiga við erfiðustu kjör að búa. En konur, sem eiga enga veiklun í ætt sinni og búa við hin beztu skilyrði, eiga þó engan veginn víst að veiklast ekki andlega á þessu hættulega tímaskeiði. Þær geta veikzt líkamlega á margan hátt um meðgöngu- tímann, t. d. af venjulegum sóttum eða barnsfarareitr- un, gengið með eggjahvítu í þvagi, háan blóðþrýsting, lifrarsjúkdóm eða barnsfararkrampa. Allt þetta veiklar konuna og getur orðið henni andleg ofraun í sambandi við bamsfarirnar. Geðbilim — eiginleg geðveiki. Ef um geðbilun er að ræða, munu sjúkdómseinkennin

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.