Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 1

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 1
Lög um túngirðingar eða „Gaddavírslögin“. Eftir: Guðjón Guðmundsson. Ir stefnuskrá „Ereys“ er tekið fram, að hann ætli ekki að láta búnaðarlöggjafarstarf vort afskiftalaust, heldur með ráðum og dáð reyua að styðja að því, að búnaðarlöggjöfin verði sem heppilegust og hagfeldust fyrir nútíð og framtíð landbúuaðar vors og þjóðfélagsins í heild sinni. Samkvæmt því hefi eg tekið að mér að skrifa um „lögin um túngirðingar11, sem alment eru kölluð „gaddavírslögin11, enda er það réttnefni, þar sem þau fyrir skipa — að minsta kosti óbeinlínis — gaddavír sem eina rétfa girðingaefnið hér á landi. Eg hefði feginn viljað komast hjá að skrifa um þetta mál, því að mér er kunnugt um, hvaða hita það vakti á þingi í sumar, og auk þess veit ,eg, að það er mjög erfitt að skrif'a með svo miklum rökum og með svo mikilli gætni um nokkurt mikilvægt löggjafarmál, að höfundurinn baki sér ekki með því meiri eða minni óvild. Vér Islendingar erum nú einu sínni orðnir svo vanir við að blanda saman mönnum og málefnum. Eu hvað um það, et „Ereyr“ á að verða búnaði vorum að þvi gagni, er vér útgefendur ætlumst til, og eg veit að ýmsir af lesendum hans gjöra sér von um, þá verður hann að segja það, sem hann álítur rétt á réttum tíma, án manngreinarálits. Þegar er eg kom til fteykjavíkur í þingJok- in i sumar, daginn áður en gaddavirslögunuin var ráðið til iykta, hitti eg einu mikils metinn þingmann, og fór að tala við hann um lögin. Eg sagði honum, að eg hefði mjög margt við lögin að athuga, og áliti óheppilegt að þau yrðu samþykt að þessu sinni. Hann hafði það svar á reiðum höndum, að málið væri rækilega íhugað af 10 mönnum í tveitn nefnd- ! um, og það væri því hreinn óþarfi af mér að halda að eg hefði nokkru þar við að bæta. Eg get þessa atviks hér af þvi að það er gott dæmi þess, hvað oss Islendingum hættir við að gjöra lítið úr áliti annara, og hvað margir - ekki sízt á meðal vorra leiðandi manna — eru gjarnir á að freysta um of á hyggjuvit sitt og ímyndctða þekkingu. I. Til þess að girða fyrir ailan misskilning skal eg undir eins taka fram, að eg álít mjög æskilegt að öll tún á landinu verði girt sem fyrst, enda er það bæði gömul og ný einróma, kenning. Hinsvegar álít eg að lög þau, sem hér er um að ræða, séu bygð á rammskökkum og l'óngu úréltum stjórnarfarslegum grundvelli, og að þau verði aldrei að þeim notum, sem formælendur þeirra virðast hafa gjört sér von um, en geti einmitt orðið oss og eftirkomend- um vorura að ómetanlegu tjóni. Samskomar lagafyrirmæli sem hér erum að ræða, voru almenn á fyrri öldum í flestum löndum Evrópu, meðan einveldiskonuugarnir sátu að völdum. Þeir fyrirskipuðu á ýmsan hátt, hvaða störf bændur skyldu leggja sér- staka áherzlu á, og hvernig þeir ættu að iuna þau af' höndum. Aranguriun varð og verður einatt- sá, að því meiri höft, sem lögð voru á frelsi bænda til þess að ráða sjálfir verkum sínum og verkefnum, því meira hnignaði þeim andlegaog efnalega. Yér höfum því marg ítrek- aða reynzlu mentaþjóðanna fyrir því, að öll slík þvingunarlöggjöf er óheppileg. Eg býst við, að sumir at’ meðmælendum gaddavirslagauna muni segja, að þetta komi ekkert málefninu við, hér sé ekki um neina slíka fyrirskipuu að ræða. Það þarf því að athugast nánara. Túngirðingalögin, eða að minsta kosti

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.