Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 4

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 4
28 FREYR. ný. í>essar 30 kr.; sem hver viðtakandi fær, ganga svo næstu 3 árin tíl viðhalds girðing- unum, sem nú eru allar að detta í sundur af ryði. Eftir fyrstu 3 búskaparárin verða því nýju ábúendurnir að girða aftur. Af leifum gömlu girðinganna — sérstaklega máttarstólpa og girðingastólpa — gjöri eg ráð fyrir að hvor um sig geti notað efni, sem er' svo sem 90 kr. virði. Til að kaupa efni til girðinganna þurfa þeir þá að fá 350 kr. veðdeildarlán hvor, sem afborgast á 30 árum með 6,64°/0 eða 23,24 kr. á ári. Hin árlega afborgun af girð- ingunum verður þá 40,64 kr. á opinberu eign- inni og 36,29 kr. á bændaeigninni. Eftir 15 ára búskap flytja báðir bændurnir af jörðun- um, og greiða 30 kr. hvor í ofanálag á girð- ingarnar, er viðtakendur fá, og hrekkur það þeim með naumindum til að halda við girð- ingunum næstu 3 árin. Að þeim tíma liðnum verður að girða bæði túnin á ný (í þriðja sinn), og þar eð svo mikið af stólpum upprunalegu girðinganna var notað þegar þær voru reistar í annað sinn, eru engar líkur til að girðingar- leifarnar nú verði meira virði en 40,00 kr. hvor. Abúendurnir, hvor um sig, verða því að taka 400,00 kr. lán til að endurreisa girð- ingarnar. JÞessi lán verður þó ekki hægt að fá til jafn langs tíma og áður, því að þá verða allir orðnir sannfærðir um, að engin skynsemi er í að lánin endurborgist á iengri tíma en girðingarnar endast. Lánin fást þá að eins til 15 ára, og afborgast með 9,81°/0 eða 39,24 kr. á ári. Næstu li búskaparár sín — eða þangað til 41 ár er liðið frá því hið upprunalega lán var tekið —, verða bænd- urnir því að afborga girðingarnar, annar (sá sem býr á opinberu eigninni) með 79,88 kr., og hinn (sá sem býr á bændaeigninni) með 75,53 Jcr. á ári, og að þeim tima liðnum eru girðingarnar ekki þess virði, sem svarar eftir- stöðvum veðdeildarlánanna. I ofannefndum dæmum hefi eg bygt á þvi, að ábúendurnir gætu fyrirhafnarlítið feng- ið lán með hagfeldum kjörum. £>etta verður þó að líkindum í reyndinni sjaldgæfara en hitt. Meiri hluti bænda hefir ekki handbær veð, og fær því eigi lánin, eða verður að taka þau með afarkostum. Að öllu yfirveguðu gét eg ekki betur séð en að gaddavírslögin leggi svo þunga skatta á eftirmenn vora, að ekki geti hjá því farið, að fjöldi af jörðum leggist í eyði, eða þá að landsstjórnin verði eftir svo sem 20 ár að gefa eftir öll girðingalánin. Þetta síðarnefnda get eg ímyndað mér, að sumir skammsýnir bænd- ur geti felt sig við, og noti lánsheimildina í von um að fá lánið síðar eftirgefið. Hér við er þó meðal annars að athuga, að ganga má að því sem vísu, að landssjóður hafi ekki eftir 20 ár tekjuafgang, til þess að borga lánaeft- irstöðvarnar með (hann verður eins og kunn- ugt er að fá girðingaféð að iáni), en verði að leggja á nýja skatta til þess. Og þessir skatt- ar verða að öllum líkindum lagðir á landbún- aðinn í einhverri myud, því flestum mun þykja það stríða um of á móti almeuuum sanngirnis og réttlætiskröfum að leggja þá á kaupstaðar- borgara og sjómenn. m. I næsta kafla á undan sýndi eg með dæmum hvað afar óheppilegt og óeðlilegt það væri, að miða afborgunarskyldu gaddavírs- girðinganna við 41 ár. Hér birtist nú kostn- aðaráætlunin sundurliðuð, sem áður nefnd dæmi eru miðuð við, og geta bændur þar af gjört' sér nokkra hugmynd um, hvernig girð- ingar, eftir gaddavírslögunum, muni líta út. Eg miða áætlunina eins og áður er sagt við góða meðaljörð, svo sem 20 hundruð að dýr- leik. Túnið gjöri eg ráð fyrir að sé 25 dag- sláttur að stærð, og nauðsynlegt sé að girða með þvi 5 dagsl. af óræktuðu landi, til þess að fá hliðar girðinganna nokkurn vegin beinar og til þess að sneiða fyrir lautir, se* í fyrstu snjóum fara í kaf. Ennfremur gjöri eg ráð fyrir að túnið sé aflangt, eins og oftast á sér stað, 225 faðmar á lengd og 120 faðmar á breidd. I kringum túnið þarf þá 690 faðma langa girðingu. Kostnaðaráætlunin verður sem hér segir: kr. 1. Gralvaníseraður gaddavír, 5 strengir á 25 au. faðm...............172,50 2. Galvaníseraðir járnteinar, einn á hverjum 8 álnum, 18 au. á faðm 124,20

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.