Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 5
FRE YR. 29 Flutt 296,70 3. Galvauíaeraðir girðingastólpar, einn á hverjum 10 f. 90 au. hver . . 51,30 4. Horastólpar 4 og máttarstólpar 8 á 3,50 kr. hver...............42,00 5. Umbúningur í tvö hlið, 25 kr. í hvert......................50,00 Samtals kr. 440,00 Af þessu fé þarf bóndinn á opinberu eign- inni að leggja fram úr eigin vasa 92,00 kr., 348,00 kr. lánar landssjóður. Bóndinn á bændaeigninni þarf sjálfur að leggja til 179,00 kr. og fær að láni úr landssjóði 261,00 kr. Auk beina girðingakostnaðarins, sem að ofan er nefndur, verður bóndinn að flytja að sér girðingarefnið á sinn kostnað frá næsta verzlunarstað, og lætur nærri að það sé í of- annefndu dæmi 20 hestburðir. Þar að auki á hann að setja upp girðinguna á sinn kostnað. Til frekari skýringar á kostkaðaráætlun- inni víl eg geta þess, að 1. og 2. tölul. eru eins og þingið hugsaði sér þá. Girðingastólp- arnir (3 tl.) erum að eins nefndir í lögunum en eg heíi ekki getað séð, hvernig þingið hugsaði sér þá. Eg hugsa mér þá T mynd- aða (þverskurðu'r), þvi að á þann hátt samein- ast hezt mikill styrkleikur við lítið efnismagn. Stólparnir ætlast, eg til að gangi svo sem 18'' í jörðu, og standa þeir þá vel fastir, ef jörðin er ekki því lausari. Vírinn er festur við þá á ýmsan hátt, eftir því hvaða tegund af stólp- um er notuð. Einn girðingastólpa á hverjum 10 f. hygg eg það minsta, sem komist verður af með. Máttarstólpana (4 tl.) með tilheyrandi styttum hugsa eg mér úr járni. Þeir þurfa að vera svo langir að þeir nái niður fyrir klaka, eða þá klappað í stóra steina, sem grafn- ir eru vel niður. A þessum stólpum á að strengja vírinn og ættu þeir því helzt að Vera útbúnir með strengingaáhöldum, en þá verða þeir miklu dýrari. Þar, sem menn hafa góð- an rekavið má nota hann í máttarstólpana, norskur viður er aftur ónýtur til þess. Eg hefi hugsað mér einn máttarstólpa á 60 f., betra' væri þó að ekki væri meira en 50 f. millum þeirra. Kostnaðurinn við 5 tl. er áætlaður af timbursmið hér í bænum, sem kunnugur er í sveit. Hann áætlaði 4 al. breið hlið, sem þó eru að minni hyggju of mjó; aftur má víða komast af með eitt aðal hlið, en þá þarf eitt eða fleiri aukhlið. jtiins og áætlunin sýnir, kostar hver faðm- ur af girðingarefniuu í girðingar samkvæmt gaddavirslögunum 64 aura að meðaltali. Girð- ingarnar verða því alldýrar uppkomnar, og miklu dýrari en þær þurfa að vera á móts við gæðin. Uetta liggur meðal annars í því, að engin þörf er á að hafa. nema 4 . strengi af gaddavír i girðingarnar. Sé vírinn fjóryddur og stutt á millum oddanna, er engin liætta á að sauðfé smjúi millum strengjauna, þótt 8—9" 'séu á millurn þeirra, og á 35" háa vírgirðingu stekkur búpeningur ekki ótiineyddur. 4>ar,. sem lautir og lægðir eru, þarf að leggja steina eða hnausa undir neðsta strengiun, en það er lítið og fljótlegt verk og þarf að gjörast hvort sefn strengirnir eru 4 eða 5. Það, sem mest veldur dýrleika þessara girðinga, eruþó sivölu teinarnir, sem þingið ætlast til að hafðir séu svo þétt að 1 sé á hverjum 8 álnum. Þessir girðingateinar gjöra að minni hyggju lítið gagn, en auka mjög girðingakostnaðinn. Mig furðar því stórlega á, að þeir [skyldu komast mótmælalítið gegnum þiugið, sérstaklega at því að svo margt er við þá að athuga. Allir, hvort sem þeir þekkja nokkuð til gaddavírs- girðinga eða ekki, hljóta að vita, að sívalir teinar eru mörgum sinnum veikari en T mynd- aðir teinar jafnlangir og með sama efnismagni. £>ar, sem nú járnið er dýrt, á 14—16 au. pd., er þetta eitt nóg til sýna að sívölu teinarnir eru óhagkvæmir. Girðingateinar, með þeirrí lengd og gildleika, sem þingið gjörir ráð fyrir, eru auk þess svo veikir að þeir bogna fyrir viudi hvað þá fýrir meiri áreynzlu, eins og sést glöggt á girðingu, sem sett var upp skamt hér frá Reykjavik í sumar sem leið, og nú er öll meira og minna gengin úr lagi. Alstaðar þar sem eg hefi séð girðinga- teina notaða, er þeim stungið millum þáttanna í vírstrengjunum, en af því ieiðir í fyrsta lagi, að ekki er hægt að strengja vírinn nægjanlega, því sé það gjört brestur annar þátturinn þar, sem þeir liggja utan um teininn, af því að á- reynzlan verður misjöfn. Svo þegar hitnar í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.