Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1904, Blaðsíða 7
FREYR. 31 Við 1. og 2. telul. áætlunarinnar er að athuga, að eg gjöri ráð fyrir að mælingamaðurinn geti ákveðið og mælt tvö túngirðingastæði á dag, og skoðunarmaðurinn „skoðað og metið“ 4 girðingar á dag. Eg veit vel að sumum þyk- ir þeíta of lágt í lagt, en svo mun þó ekki reynast. Að því er mælingar snertir þá eru þær bæði vandasamt og mikið verk, sem mjög er áríðandi að takist vel. Mælingamaðurinn verður á hverjum bæ að fá upplýsingar kunn- ugra manna um hvernig snjóar leggjast, og velja girðingarstæðið með hliðsjón af því. IÞegar hann er búinn að ákveða girðingarstæðið verður hann að búa til örugg merki hér og hvar kringum túnið, og síðan mæla girðirgar- stæðið nákvæmlega — með „keðju“. Mæling- arnar eru því ekkert flýtis verk. Auk þess get- ur oft verið langt millum girðingastæðanna, sem mæla á, því óhætt má gjöra ráð fyrir að öll girðingastæðin verði ekki mæld á sama sumri. A sama hátt mun vera fullhátt í lagt að skoðuuarmaðurinn geti, að meðaltali á hverjum degi, skoðað girðingar um 4 tún, ekki sizt þegar þess er gætt, að oft getur kom- ið fyrir að girðing sé rangt eða illa gjörð, og verður hann þá að sjá um að það verði lagað, svo að þær verði fullgildar. Við 3. tölulið er áætlað að 4 menn þurfi að vera viku tíma hver, á hverju vori í 5 ár, við móttöku og afhendingu efnisins: 1. á Borð- eyri, 2. á Hvammstanga, 3. á Blönduósi og 4. á Skagaströnd. uílum þessum starfsmönnum ætla eg 3,00 kr. á dag 1 kaup og ferðakostnað, og er það fremur of lágt en of hátt. 6. tölul. er að miklu leyti ágiskaður. A meðan ekki er búið að mæla girðingarstæðin, er ómögulegt að gera sér greinlega áætlun um hann. Eg hefi gjört ráð fyrir að á hverri jörð þyrfti að girða um 20 dagsl. að meðaltali, með 560 faðma langri girðingu. Girðingarefn- ið alt verður þá um 12270 baggar, og með því að reikna uppskipun á hverjum bagga 6 aura, eða helmingi lægra en hér í Reykjavik, verður uppskipunarkostnaðurinn rúmlega 736 krónur eins og áður er sagt. Geymslukostnað hefi eg engan reiknað, sem þó hlýtur að verða talsverður. Uppskipunin getur og orðið miklu dýrari en eg hefí gjört ráð fyrir’ sérstaklega þegar þess er gæt-t hvað hafnarstaðir þeir sem hér er um að ræða eru vondir. V. Eg hefi áður tekið fram að gaddavíriun, rétt notaður, gæti orðið oss að miklu gagni Menn mega þó ekki skilja orð mín svo að eg álíti að allir eigi að girða tún sín með gadda- vír. Nei, það fer fjærri því. Við noktun gaddavírsins er margt að at- huga. Meðal annars getur hann verið mjög hættulegur fyrir skepnur, sórstaklega þar, sem snjóalög eru mikil. Að sumrinu eða þegar að auð er jörð, þarf gaddavírinn ekki að verða skepn- um að meini. Þær hrekkjast bráðlega á honum og verða hræddar við liann — nema sauðfé. 4>ó hefi eg séð folöld slíta gaddavírsgirðingar hvað eftir annað, og rífa sig á vírnum til stórskaða. JÞetta þarfþó eigi oft að koma fyrir ef varúð er við höfð. A veturna er gaddavírinn aftur á móti mjög hættulegur fyrir skepnui- alstaðar þar sem snjókoma er mikil. Þetta vona eg að menn geti skilið þegar þeir athuga, að víð- ast hvar á landinu standa flest eða öli pen- ingshúsin á túnunum. Strax og snjóar eru komnir til muna fara girðingarnar að meira eða minna leyti í kafj og hross og sauðfé,. sem víða er látið út á hverjum degi mest all- an veturinn, venst á að fara yfir girðingarnar. En þótt þetta sé hættulaust í dag, af því að girðingin er á kafi í fönn, geta einn eða fleiri strengir verið komnir upp úr á morgun. Sumir kunna að segja að fjármennirnir geti séð um að skepnurnar fari ekki yfir girð- ingarnar, heldur gegnum hliðin. En þetta er ekki eins auðvelt og margur kann að ímynda sér. Þannig er ómögnlegt fyrir sauðamann, sem í vondu veðri og vondri færð er að koma með hjörð sína úr haga, að hafa nokkurt eft- irlit með því hvar fé hans kemur að girðing- unni eða hvar það fer yfir hana, ef hún er að meiru eða minna leyti í kafi í snjó. Hann er á eftir, að basla við skepnnrnar, sem verst ganga, en það sem er frárra, er komið langt á undan, og fer auðvitað þá beinustu leið er

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.